Kennd eru störf fréttamanna við tímarit, dagblöð, útvarp, sjónvarp og nýja miðla. Kennt fréttamat, sannreynsla og heimildanotkun. Fjallað um fréttamenn á vettvangi atburða.
Markmiðið er, að nemandinn þekki uppbyggingu og einstaka þætti frétta. Þekki vinnubrögð og viðtalatækni blaðamanna. Og sé kunnugur ýmsum sérsviðum í fréttamennsku.
Kennt er í myndskeiðum 45 fyrirlestra, þar sem nemendur geta séð fyrirlestrana, heyrt þá og lesið eftir sinni hentisemi.
Ennfremur felst námið í daglegum tölvusamskiptum nemanda og leiðbeinanda og í lausn verkefna á sviði fyrirlestranna. Samskiptin standa yfir í tvo mánuði á hverju námskeiði.
Hægt er að velja fyrirlestrana eingöngu eða fyrirlestrana að meðtöldum verkefnum og daglegum samskiptum við leiðbeinanda.