0434
Fréttamennska
Ljósvakafréttir II
Edward Murrow sagði: “Sjónvarpið getur kennt, skýrt og jafnvel innblásið. En það gerist aðeins að því marki, sem fólk kærir sig um. Annars er það bara vírar og ljós í kassa. Berjast þarf harðri baráttu gegn heimsku, fordómum og áhugaleysi.”
Mervin Block: Viðvaranir: Þú skalt:
1) Ekki hræða hlustendur.
2) Ekki skipa fyrir.
3) Ekki segja að fréttir séu “góðar” eða “slæmar”.
4) Ekki byrja sögu á “eins og búist var við”, “óvænt”, “tók stefnubreytingu í dag”, “aðalfrétt okkar í kvöld er”, “það er”, á viðtengingarhætti, á persónufornafni, á spurningu, á tilvitnun, á óþekktu nafni, á því að einhver “breyti gangi mála”.
5) Ekki nota einhverja mynd sagnorðsins “að vera”.
6) Ekki fela sagnorðið í nafnorði.
7) Ekki nota “í gær” eða “í framhaldi” í fyrstu málsgreininni.
8) Ekki nota “ekki” í fyrstu málsgreininni.
9) Ekki nota dagblaðastíl, dagblaðamál, dagblaðahefðir.
10) Ekki setja of mikið af upplýsingum í eina sögu.
11) Ekki tapa hlustanda eða leiða hann á villigötur.
12) Ekki hleypa inn staðreyndavillu.
Dan Rather sagði: “Vilja þeir bara einhvern grautarhaus, sem kemur hálffimm eða fimm, sem þarf ekki að hugsa um fréttirnar, sem þarf ekki að hafa áhuga á fréttunum? Bara lesa bölvað draslið, er það allt og sumt?”
Lítið kemur í sjónvarpinu af því, sem kemur inn á sjónvarpsstöðvarnar. Viðtöl eru skorin niður í hljóðbita. Bakgrunnsefni er þjappað saman. Stundum vantar gráa tóna í sjónvarpsefni, ef það er flókið.
Gagnrýnendur kvarta mikið yfir, að sjónvarpsblaðamenn leyfi valdamönnum og frambjóðendum að komast alla leið til áhorfenda með því, sem kallaðir eru hljóðbitar, sem séu ekkert annað en auglýsingar.
Opinberar persónur hafa lengi litið á sjónvarp sem tæki til að ná beinu sambandi við kjósendur, notalegri miðil en dagblöð. Þeir geta þá gert hvort tveggja, stýrt umræðunni í þjóðfélaginu eða þyrlað upp ryki, þegar þeir hafa engin svör.
Mario Cuomo sagði við dagblaðamenn: “Látið ykkur ekki dreyma um, að þið séuð besta leiðin til fólks. Þegar ég tala við ykkur, næ ég ekki til fólks, það gerið þið. Þegar ég fer í sjónvarp, næ ég til fólks. Ég ætti ekki að vera að tala við ykkur.”
Heimafréttir í sjónvarpi eru mest notuðu fréttirnar. Þessar fréttir snúast að mestu leyti um glæpi og lítið um pólitík eða mikilvæg mál. Þriðjungur tímans fer í glæpi og sjötti partur í pólitík. Menntun er varla nefnd á nafn.
Marty Haag sagði: “Glæpafréttir eru auðveldasta, fljótlegasta, ódýrasta, virkasta fréttaefni sjónvarps. Fréttastjórar elska glæpi, af því að þá nýtist vinna blaðamannsins best, allar fréttir hans fara í loftið.
Charles Kuralt sagði: Of margar stöðvar fylgja ráði sérfræðinga, sem mundu vilja stytta Ílíonskviðu eða Lear konung niður í 90 sekúndur. Honum fannst lítið koma til fréttaþularins, sem var sætur strákur eða stúlka, með litla fagþekkingu.
Kuralt sagði líka, að góður texti sé eins og hamrað járn, sjónvarpsfréttir eins og límdur pappi. Kirk Winkler sagði: “Vandi stúdenta er, að þeir eru ekki lengur forvitnir. Einn af tíu hefur getu til að verða vel heppnaður blaðamaður.”
Edward Bliss sagði: “Ef fólk, sem horfir á fréttir, verður svo háð meiningarlausu fréttavali, að það fer að líta á fréttir sem skemmtiatriði, hvernig getur það farið að láta sér þykja vænt um fréttir eða fara að hugsa um fréttir.”
Andy Rooney sagði: “Mest af ákvörðunum, sem teknar eru á sjónvarpsstöðvum, snúast ekki um fréttir, þær snúast um peninga.” Joan Barrett sagði: Hvað er fólk að tala um í dag, hvað þarf það að vita, hvað ætti það að vita, hvað vill það vita.
Andrew Lack sagði: “Við erum að fá kynslóð fréttamanna og fréttastjóra, sem meta texta einskis. Allt sem þeir hugsa um eru hinar alvoldugu myndir, vídeóið, tímareikningur frétta. Við hlustum varla lengur á það, sem sagt er.”
Walter Cronkite sagði: “Sum akkeri eru illa menntuð og illa þjálfuð. Hæfni þeirra felst í fötunum og hárgreiðslunni. Þetta á við bæði kynin. Og margir vilja frekar verða stjörnur en blaðamenn. Þeir líta á fréttir sem eins konar sjóbisness.”
Mundu eftir:
1) Undirbúningur. Kannaðu nóturnar og annað efni fyrir útsendingu til að finna lykilatriðin. Setjið þau í kastljósið. Virtu tímamörkin. Veldu innganginn.
2) Skrif. Byrjaðu á því besta. Gerðu það stutt, hnitmiðað og áhugavert. Notaður frumlag-umsögn-andlag, nútíð, þekkt orð.
3) Síðasta mínútan. Lestu textann aftur. Ef hann er of formlegur, lagaðu hann.
Melvin Mencher
News Reporting and Writing
10th Edition 2006