Fjallað er um margvíslega nútímatækni fjölmiðlunar, hugbúnað og tæki. Kennt er samspil margra miðlunarþátta og misjöfn framsetning efnis eftir því, hvernig það verður birt.
Kennd er notkun töflureikna, gagnagrunna, leitarvéla og hugbúnaðar til rannsóknablaðamennsku. Ennfremur kennd notkun myndvinnsluforrita, hljóðforrita og klippiforrita fyrir kvikmyndagerð.
Kennd er ljósmyndun og gerð myndskeiða, svo og hljóðvinnsla. Lögð er áherzla á kenna meðhöndlun tækja, svo sem myndavéla, myndskeiðavéla, hljóðupptökutækja og annars tæknibúnaðar.
Markmiðið er, að nemandinn öðlist færni til að vera sjálfbjarga, þar sem hann er einn á vettvangi með aðgang að öllum þeim tæknibúnaði, sem einyrki í stríðsfréttum hefur í fórum sínum.
Kennt er í myndskeiðum 45 fyrirlestra, þar sem nemendur geta séð fyrirlestrana, heyrt þá og lesið eftir sinni hentisemi.
Ennfremur felst námið í daglegum tölvusamskiptum nemanda og leiðbeinanda og í lausn verkefna á sviði fyrirlestranna. Samskiptin standa yfir í tvo mánuði á hverju námskeiði.
Hægt er að velja fyrirlestrana eingöngu eða fyrirlestrana að meðtöldum verkefnum og daglegum samskiptum við leiðbeinanda.