0502 Myndir & myndskeið

0502

Miðlunartækni
Myndir & myndskeið

Í nýmiðlun eru atvinnutækifæri fyrir þá, sem vilja starfa við fjölmiðlun, þótt samdráttur sé í hefðbundinni fjölmiðlun. Annars vegar eru tækifæri í samþættingu hjá stórfyrirtækjum og hins vegar í starfi einyrkja. Í báðum tilvikum gildir að kunna alla tæknina.

Dæmigerður fjölmiðlungur í nýmiðlun er fréttaritari á afskekktum stað, sem þjónar mörgum tegundum fjölmiðla, hverjum með sínum hætti. Annar dæmigerður fjölmiðlungur er stríðsfréttaritarinn, sem er með alla tækni sína í bakpokanum.

Í fyrirlestrunum, sem hér fylgja, verður fjallað um hvern tækjabúnað og hugbúnað fyrir sig. Sagt er frá virkni hverrar tækni eins og staðan var árið 2013. Ennfremur verður tengt yfir í upplýsingar og myndskeið, sem fjalla um notkun búnaðarins. Góða skemmtun.

Sífelldar breytingar verða á tækjakosti kvikmyndunar og ljósmyndunar. Árið 2011 töldu margir, að kvikmyndavélar (camcorder) væru að yfirtaka hlutverk myndavéla (camera). Árið 2012 töldu margir, að myndavélar væru að yfirtaka hlutverk kvikmyndavéla.

Á veraldarvefnum er fjöldi myndskeiða, sem bera saman camcorder og camera. Þar á meðal er fyrirlesturinn http://www.youtube.com/watch?v=5oU6fJQScCg og kvikmyndin http://www.youtube.com/watch?v=qaUngL6VAdg

Í upphafi árs 2013 kom í ljós, að hvorugt var betra. Til sögunnar kom ný tegund tækis, sem hvorki var kvikmyndavél (camcorder) né myndavél (camera), heldur ný tækni, sem kölluð var á ensku “cinema camera”, sem átti að vera jafnvíg á hvort tveggja.

Þá birtist á markaði áströlsk uppfinning, Blackmagic Cinema Camera, sem hlaut lof gagnrýnenda, bæði fyrir gæði og verð. Áður höfðu beztu tækin kostað yfir tvær milljónir, en Blackmagic Cinema Camera kostaði ekki nema $3000 eða 600.000 krónur.

Á sama tíma voru menn að sjá gæði átta megapixla myndavéla í iPhone 5 og iPad 3. Í ljós hafði komið, að við venjulegar aðstæður fréttaljósmyndunar dugðu þessar símamyndavélar 90%. Aðeins við sérstakar aðstæður voru klassísku myndavélarnar betri.

Á vefnum er fjöldi myndskeiða, sem bera saman camera og iphone 5. Svo sem: http://fstoppers.com/how-does-the-iphone-5-camera-compare-to-a-dslr . Þessi mynd er bráðskemmtileg og vel gerð, sýnir kosti og galla beztu símamyndavélar í samanburði við DSLR.

Átta megapixla myndavélar í snjallsímum hafa ruðst inn. Þær eru auðvitað mun meðfærilegri í andartakinu. Til dæmis þegar fréttamyndir eru teknar um leið og atburðir gerast og enginn tími er til stillinga. Því eru sumir atvinnumenn farnir að nota snjallsíma.

Þessi þróun gerbreytti verðdæmi í myndatækni og nýmiðlun. Dýrasta tæki veraldarvefsins var skyndilega orðið fjárhagslega á færi venjulegs fólks. Menn gátu orðið fréttaritarar út á iPhone og fagmenn í myndrænni fjölmiðlun út á Blackmagic myndavél.

Í stað þess að kaupa Canon EOS-1D C á 2,4 milljónir eða Canon EOS-ID X á 1,2 milljónir, geta menn n ú komist af með 600.000 krónur eða jafnvel 200.000 kr, ef símamyndavélin nægir, kannski með því að bæta Apogee hljóðnema við iPhone 5 símamyndavél.

Þetta auðveldar nýju fólki að hefja eigin starfsemi á veraldarvefnum. Startkostnaður er ekki nema brot af því sem hann var fyrir nokkrum árum. Fjöldamörg dæmi eru um, að einyrkjar hafi getað komið sér fyrir og lifað á margmiðlun sinni og nýmiðlun á vefnum.

Áður en ég fjalla nánar um þessar nýjungar vil ég segja ykkur frá því, sem einna bezt er í klassísku tækjavali. Ég valdi sem myndavél Canon EOS 5D Mark III og sem kvikmyndavél Canon XH-A1, sem hvor kostar um $3000 eða 600.00 krónur eins og Blackmagic.

Þessar vélar urðu fyrir valinu, af því að Canon er stærsta fyrirtækið á þessum mörkuðum með tæpa 50% markaðshlutdeild og að þessi tæki eru þekkt í bransanum og hafa (eða forverar þeirra) fengið reynslu fagmanna, sem hafa flest gott um þau að segja.

Næst á eftir í sölu eru Nikon í myndavélum og Sony í kvikmyndavélum. Það eru án efa jafngóð tæki og Canon og ég geri engan greinarmun á þeim, þótt ég noti Canon til viðmiðunar. Það felur ekki í sér skoðun á, hvaða tegund sé bezt eða hagkvæmust.

Um allt sem skiptir máli í tækni margmiðlunar eru til fræði á veraldarvefnum, fyrirlestrar og myndskeið, sem sýna samanburð tækja og samanburð hugbúnaðar, kenna á einstök tæki og hugbúnað. Bezta leiðin til að átta sig á þessu er að skoða myndskeiðin.

Á Wikipedia eru skilgreiningar á tækjum. Sláðu inn heiti tækjanna, sem þú hefur áhuga á. Ef þú ert að velja milli gerða, farðu á Google og sláðu inn nöfnin plús orðið “comparison” eða “difference” eða “who uses” eða “or”. Ef þú vilt myndskeið, bættu við “YouTube”.

Fullt af flottum myndskeiðum á YouTube og víðar á vefnum. Sláðu inn “how to x youtube” eða “x step by step youtube”. Svör við sértækum vandamálum færðu í FAQ, “frequently asked questions”. Hér eru dæmi um spurningar mínar vegna iMovie:

“create video lectures on macbook pro”, “use imovie to record lect–ures with slides”, “create iphoto cutaways in imovie”, “create iphoto picture-in-picture in imovie”, “photos directly from iphoto to imovie”, “imovie audio take care of playback direct”.

“imovie turn off ken burns effect”, “export movie to quick time movie”, “imovie export internet streaming”, “save imovie project backup”, “imovie to quicktime compression”, “ecommerce wordpress plugin”, “imovie sound out of sync 11”

Allar spurningar gáfu svör, sem ég gat notað. Sama var að segja um leit á óháðum veftímaritum: cnet. com, pcmag.com, pcadvisor.co.uk, macworld.com. Aðrar spurningar eru gagnlegar, svo sem: “how to x”, “x step by step”, “x for dummies” og “x missing manual”.

Gættu þess, að ráðgjöf á vefnum af þessu tagi sé óhlutdræg, ekki of gömul, miðist ekki við gamlar útgáfur tækja og hugbúnaðar. Á Amazon gefa lesendur bókum einkunnir . Kom mér að gagni, er ég vildi velja milli bókanna “x for dummies” og “x missing manual”.

Í næsta fyrirlestri hyggst ég fjalla nánar um eiginleika þeirra tækja, sem hér hafa verið nefnd. Það eru Canon EOS 5D Mark III myndavélin, Canon XH-A1 kvikmyndavélin, Blackmagic Cinema Camera og Apple iPhone 5 með Apogee hljóðnema.