0514 Final Cut Pro & WordPress

0514

Miðlunartækni
WordPress
og ýmis hugbúnaður

Apple Final Cut Pro 7
QuickTime
m4v
Avid Media Composer
Avid DigiDesign Pro Tools
DropBox
Skype
WordPress
Final Cut Pro

er forrit til vinnslu myndskeiða, upphaflega smíðað af Macromedia og síðar endurnýjað af Apple. Um skeið hefur þetta forrit verið markaðsráðandi með 50% af markaði fagfólks. Næst kom Avid Media Composer með 20%.

Apple skipti árið 2011 úr útgáfu 7 í útgáfu X, sem tekur meira tillit til amatöra í vinnslu myndskeiða. Ýmsir eiginleikar féllu þá niður, sem vakti litla lukku fagfólks. Sumir hafa skipt yfir í Premiere Pro frá Adobe, en Apple reynir að bæta Apple Final Cut Pro X.

Hér á Íslandi er enn notað Apple Final Cut Pro 7, þótt það sé ekki lengur í sölu. Árið 2013 var enn óráðið, hvað muni taka við, þegar þetta forrit eldist, hvort menn taki útgáfu X í sátt eða fari yfir í Premiere. Avid Media Composer er út úr myndinni, enda dýrt.

Á vefnum eru ótal námskeið á myndskeiðum um notkun forrita, sem ég fjalla hér um. Hér eru nokkur myndskeið, sem sýna breytingar frá útgáfu 7 yfir í X:
http://www.lynda.com/Final-Cut-Pro-7-tutorials/Migrating-from-to-Final-Cut-Pro-X/84525-2.html

Final Cut Pro nýtist til vinnslu allra myndskeiða, sem eru samrýmanleg QuickTime og vistast í QuickTime og áfram í m4v. Það fer líka saman við annan hugbúnað frá Apple. Viðmót forritsins er svipað og var fyrir stafrænu byltinguna í vinnslu myndskeiða.

Gluggar forritsins eru fjórir. Myndskeiðin koma inn í Browser, fara síðan í Viewer (minnir á Source Monitor gamla tímans), áfram í Canvas (minnir á Program Monitor gamla tímans) og loks í Timeline, þar sem allar breytingar safnast saman í tímaröð.

Final Cut Pro X er fyrsta 64 bita útgáfan, því að útgáfa 7 var 32 bita. Skelin er töluvert breytt í X frá útgáfu 7. Einkum er meiri sjálfvirkni í nýju útgáfunni. Seldist ekki vel og þá fór Apple að gefa út endurbætur til að sefa fagfólk, sem áður hafði notað það.

Gífurlegt magn kvikmynda í fullri lengd hefur verið framleitt með Final Cut Pro. Skriðan byrjaði árið 2002, þegar The Rules of Attraction, Full Frontal og The Ring komu út. Meðal kvikmynda árið 2012 voru John Carter, Hemingway & Gelhorn, Indie Game.

QuickTime er vistun margmiðlunar, smíðað af Apple, mest notaða form vistunar um þessar mundir. Það fæst bæði á Mac og Windows. Það höndlar bæði myndskeið og hljóðskeið, opnast í flestum tölvum og virkar ágætlega á YouTube og í WordPress bloggi.

QuickTime styður alþjóðlega staðla og er þannig traustur grunnur. Þar ber hæst staðalinn MPEG-4. Árið 2013 voru til tvær útgáfur af QuickTime, Pro fyrir fagfólk og X fyrir amatöra. Miklar endurbætur voru gerðar á QuickTime X árið 2012.

Meðal nýjunga í Quick Time árið 2012 voru aukin innri samskipti (sharing options) við tölvupóst, YouTube, Facebook, Flickr og fleiri valkostir í útflutningi, til dæmis í fleiri en einni stærð, svo og útflutningur til iPhone og iPad.

m4v. er myndskeiðaform frá Apple, sem líkist mP4 forminu. Munurinn felst helzt í valkosti höfundaréttarvörzlu og í stöðluðu Dolby Digital hljóði. Í búð iTunes eru sjónvarpsþættir, kvikmyndir og tónlist vistað í m4v. Fjöldi annarra spilara samrýmist m4v.

Stutt um Avid Media Composer, sem kom fram 1989 og var í tvo áratugi mest notaða vinnslutæki myndskeiða, bæði á Mac og Windows. Þetta felur í sér tæki, Avid Mojo DX og Avid Nitris DX, og tilheyrandi hugbúnað. Þetta er ekki lengur samkeppnishæft.

AvidAudio hét áður DigiDesign, hljóðvinnslutæki, sem er notað með Avid Media Composer. Pro Tools heitir sá þáttur þess, sem nýtist við vinnslu kvikmynda og sjónvarpsþátta í Avid Media Composer. Við Pro Tools eru hægt að fá ýmsar gagnlegar viðbætur.

DropBox er himnasending fyrir þá, sem þurfa að flytja þung gögn milli tölva, svo sem margmiðlun. Þetta er Cloud vistunarþjónusta, minnir á Apple Cloud og Adobe Cloud. Notendur setja upp möppu í tölvunni, sem DropBox samstillir síðan við samtengda aðila.

DropBox er ókeypis upp að 2GB, notað í Windows, Mac, Linux, Android, iOS, BlackBerry OS og fleiri stýrikerfum. Í árslok 2012 var DropBox komið með 100 milljón notendur. Ýmsar viðbætur eru í boði frá þriðju aðilum.

DropBox hefur hlotið mikið lof álitsgjafa og fengið ýmis verðlaun. Nefnt í flokki með Facebook, Twitter, Zynga og Groupon. Þá hefur það sætt gagnrýni fyrir skort á öryggi í vistun gagna, sbr. Miguel de Icaza, sem segir starfsfólk DropBox komast í gögnin.

Skype er eitt forritanna, sem hefur gert tilveruna þægilegri og einkum ódýrari. Tölvan breytist í myndsíma og þú getur talað við fólk um heim allan án þess að greiða símagjald. Skype er ViP (Voice over Internet Protocol) í eigu Micro–soft, sem virkar á tölvurásum.

Auk myndsímtala býður það upp á myndsímafundi fyrir tíu í senn og fleiri, ef menn borga áskrift. Kvartað er um, að öryggi símtala sé ekki nógu gott á Skype. Einnig, að fyrirtækið hafi afhent bandarískum og kínverskum stjórnvöldum afrit af símtölum fólks.

WordPress er mest notaða forritið, sem býr til blogg. Það er ókeypis og gefur kost á þúsundum viðbóta vegna sérþarfa notenda. Um 20% af öllu bloggi er vistað í WordPress, um 60 milljónir bloggsvæða í heiminum. Enda er það sáraeinfalt í uppsetningu.

Hvenær, sem þú lendir í vanda í WordPress, geturðu fundið viðbót til lausnar. Öll námskeið mín eru vistuð með blogginu í WordPress í sérstöku þema, sem er aðskilið frá þema bloggsins. Viðbætur sjá um 1) samskipti við greiðslumiðlun og 2) alla stjórn námskeiðanna.

Einingar WordPress viðmótsins eru 1) þemu, 2) viðbætur og 3) módúlar, sem þú dregur til á skjáborðinu. Á YouTube og annars staðar á vefnum endurspeglast vinsældir forritsins í ótal námskeiðum með sýnikennslu í notkun forritsins. Sjá:

http://www.creativebloq.com/web-design/wordpress-tutorials-designers-1012990
http://wphacks.com/collection-of-wordpress-videos-found-on-youtube/