Helstu hugtök eru kynnt og aðferðir við rannsóknir eru kynntar. Sagt frá forgöngumönnum í rannsóknum og aðferðum þeirra. Þekktir rannsóknablaðamenn segja frá aðferðum sínum.
Markmiðið er, að nemandi fá skilning á störfum rannsóknablaðamanna og færni í rannsóknum. Hann þekki notkun Google og annarra leitarforrita. Sé kunnugt um starf og aðferðir Wikileaks.
Kennt er í myndskeiðum 45 fyrirlestra, þar sem nemendur geta séð fyrirlestrana, heyrt þá og lesið eftir sinni hentisemi.
Ennfremur felst námið í daglegum tölvusamskiptum nemanda og leiðbeinanda og í lausn verkefna á sviði fyrirlestranna. Samskiptin standa yfir í tvo mánuði á hverju námskeiði.
Hægt er að velja fyrirlestrana eingöngu eða fyrirlestrana að meðtöldum verkefnum og daglegum samskiptum við leiðbeinanda.