0608
Rannsóknir
Sporin rakin
Því miður reyna margir blaðamenn ekki við rannsóknir eða útreikninga af því að þeir eru vanir að taka gilda opinbera útgáfu frá heimildum, sem þeir vilja ekki styggja. Þeir eru ekki sjálfstæðir og verða ekki rannsóknablaðamenn.
Svona þarf ástandið ekki að vera. Bob Woodward byrjaði á vikublaði í Maryland og notaði venjuleg fréttaverkefni til rannsóknaverkefna. Þannig vann hann sig á venjulegum verkefnum inn á Washington Post og náði þar fullum þroska í Watergate.
Rannsóknartilgátan:
Það er öðru vísi að byrja með rannsóknartilgátu en með lokuðum huga.
Bestu rannsóknablaðamenn leita jafn eindregið eftir sönnunargögnum, sem hafna tilgátunni, og hinum, sem styðja hana.
Skjalrænt er það hugarfar, sem gerir ráð fyrir, að skjal sé til. Stofnanir og fyrirtæki og samtök skilja eftir sig pappírsslóð og gagnabankaslóð, rétt eins og sérhver einstaklingur gerir. Þessa slóð þarf blaðamaðurinn að rekja.
Mannlegar heimildir:
Of margir blaðamenn hafa aðeins samband við augljósar heimildir, sem eru nú við störf. Þeir gleyma hinum “fyrrverandi”, sem oft þora að segja meira, hafa fengið tíma til að hugsa og kunna að eiga skjöl.
Mikilvægt er að fresta lykilviðtölum til þess tíma, að pappírsslóðin hefur að mestu verið rakin. Úr henni koma spurningar fyrir viðtalið. Gögn geta líka aðstoðað við að meta, hvort viðmælandi segir ósatt eða er ekki nógu fróður.
Rannsóknatækni:
“Parallel backgrounding”: Upplýsingar úr pappírsslóð stofnunar veitir upplýsingar um starfsmann. Upplýsingar úr pappírsslóð starfsmanns veitir upplýsingar um stofnun.
“Indirect backgrounding”: Stórfelld upplýsingaöflun af framangreindu tagi. Farið er út fyrir stofnun og starfsmann yfir í samfélagið, hagkerfið, pólitíkina. Frá Teamsters og einstökum mafíósum er farið út í skilning á pólitíkinni.
Skipulag upplýsinga:
Ef upplýsingar safnast bara upp, verða þær óviðráðanlegar. Skynsamlegt er að meta þær oft og taka bráðabirgðaákvarðanir um, hverjar skipta máli. Þeim má raða upp í skipulagða og línulaga röð, til dæmis tímaröð.
I. skref: Fæðing.
Leitin er endalaus. Hugmyndir eru alls staðar, í Lögbirtingablaðinu, í stjórnendaskiptum, í fréttabréfum, í fasteignaauglýsingum, í fyrirlestrum.
1. Einnota heimildir: Mikilvægar.
2. Viðvarandi heimildir: Nauðsynlegar.
3. Lestur: Dagblöð og veftímarit.
4. Fréttir: Þar eru spurningar, sem þarf að svara.
5. Aðrar sögur: Hliðargreinar.
6. Athyglisgáfa: Umheimurinn.
II. skref: Hagkvæmnisathugun.
1. Hvaða þröskuldar eru í veginum? Eru til skjöl? Mun fólk tala? Er tími aflögu?
2. Getur einn blaðamaður unnið verkið?
3. Eru neikvæðar hliðar? Tapar fjölmiðillinn auglýsingum, lesendum?
4. Er hægt að halda rannsókninni leyndri.
III. skref: Af eða á. Hver er lágmarkssagan, sem þú sættir þig við.
IV. skref: Lagður grunnur. Lærðu hvernig hlutur á að ganga.
V. skref: Skipulag
1. Hvernig verður upplýsingum safnað og þær flokkaðar?
2. Hver gerir hvað, hvenær? Gagnabankar. Upplýsingalögin.
VI. skref: Rannsóknin
1. Pappírsslóðin.
2. Fólksslóðin.
VII. skref: Endurmat
VIII. Fyllt í eyðurnar.
IX. Endanlegt mat.
X. Skrifuð frétt og endurskrifuð.
XI. Birting og framhaldsefni.
Mike Berens kannaði samhengi milli morða með því að fletta eftir leitarorðum upp í gömlum dagblöðum á vefnum og fann 60 sögur, þar sem fjallað var um morð á gleðikonum. Nokkur morðanna tengdust Interstate 71 brautinni.
Gömul dagblöð á vefnum eru orðin svo umfangsmikil, að þar er óþrjótandi uppspretta verkefna í rannsóknablaðamennsku. Mikilvægari en aðrar annars stigs heimildir.
Í hestamennsku einni eru gefin út hér á landi tvö tímarit á prenti, nokkrir fréttavefir, nokkrar slúðurrásir, svo og safnbankar upplýsinga um ræktunarhross. Aðstandendur þessa efnis eru kjörnir viðmælendur rannsóknablaðamanna á þessu sviði.
Viðskiptaheimurinn:
Lánstraust hf. vaktar fyrirtæki, vanskil, fjárnám, gjaldþrot, uppboð, innkallanir. Það veitir svipaðar upplýsingar frá systurfyrirtækjum erlendis.
Rannsóknablaðamenn þurfa að vera áskrifendur að þessu.
Ráðuneyti og stofnanir hafa oft eigin bókasöfn á sérhæfðum sviðum. Seðlabankinn er með mjög gott bókasafn um efnahagsmál. Mín reynsla er, að auðvelt sé að fá að gramsa í þessum söfnum, t.d. hjá Alþingi.
T.d. efni frá Fjölmiðlavaktinni.
Leit í fullum texta gagnabanka er yfirleitt hentugri en leit eftir tilvitnunum. Sjáið til dæmis Fulltext Sources Online og Net.Journal Directory. Sumir gagnabankar eru ókeypis, en yfirleitt kostar aðgangur að bestu bönkunum háar fjárhæðir.
Fyrir rannsóknablaðamann er lífsspursmál að læra um stafræna gagnabanka, t.d. á netinu, því að þar er hægt að beita margs konar leitarskilyrðum, í stað þess að þurfa að einskorða sig við stafrófsröð ritaðra uppflettirita.
Í lifandi gagnabönkum geturðu notað margs konar flokkanir, ekki bara stafrófsröð, heldur tímaröð, uppfærsluröð, upphæðarröð og svo framvegis, svo og snúið allri flokkuninni á hvolf. Þú getur líka notað margar flokkanir í senn.
Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition
2002