0611
Rannsóknir
Spurningar
(Spurningalisti:
Ef taka þarf ákvörðun, hvaða tíu aðilar koma þar að máli.
Nefndu tíu manns, sem hefja mál.
Nefndu tíu manns, sem stöðva mál.
Venjulega er það fámennur hópur, sem tekur ákvarðanir.)
Spurningar: Haltu við lista þínum um heimildamenn. Notaðu tölvuna til að geyma eins mikið af símanúmerum og kostur er. Skelfilegt er að hafa ekki afrit, þegar gemsinn týnist. Viðtal getur snúist um viðmælandann, stofnun hans, þekkingu hans eða málefni.
Sumir viðmælendur hafa tekið þátt í samræmi eða ágreiningi með því að gefa út efni, sem varðar ævi þeirra, kannski óbirt efni.
Þú þarft að nálgast heimildir þínar eins og mannlegar verur, sem þú hafir áhuga á sem fólki.
Lisa Hoffman: “Ég hef á hverjum morgni samband við ritara, sem svara í símann, opna póstinn og leggja fram gagnapakka. Eins og aðrar mæður eru það þær, sem hafa reiðu á hlutunum. Þær vita alltaf fyrstar allra, hvað er á seyði.”
Alltaf þarf blaðamaðurinn að kunna tungumál þess, sem hann talar við. Annars er hann ekki viðurkenndur sem viðræðuhæfur. Sérfræðingar hafa sitt sérfræðimál, alþýðan hefur sitt alþýðumál.
Spurningarnar: Ef þú veist, að viðmælandinn safnar frímerkjum, ertu kominn með umræðuefni, ef þú veist eitthvað um málið. Ath. Sturlungu. Það kemur viðtalinu í gang. Hrós er önnur aðferð. Tregir viðmælendur tala helst, þegar spurt er um skjöl og gildi þeirra.
Inn fyrir dyrnar: Oft er erfitt að ná í heimild í símanum. Tölvupóstur er gagnlegur, en er oft síaður af ritara. Hefðbundin bréf geta komið að gagni. Notaðu ekki orðið “viðtal”, það er svo formlegt, heldur “tala við þig til að fylla í eyðurnar”.
Steve Weinberg: Segist í erfiðleikum lofa viðmælanda að lesa handritið til að leiðrétta villur, ekki til annars. Það hafi aldrei mistekist, auk þess sem viðtalið hafi í sumum tilvikum batnað.
Hvað þýðir “handritið”?
Ef allt annað bregst, má senda spurningar í pósti og skrifa: Gerðu svo vel, hér eru þær. Það er gott ef þú svarar þeim. Annars verður viðtalið birt án svaranna.
Eric Nalder: “Blaðamaður, sem trúir því ekki, að hann nái viðtalinu, nær því yfirleitt ekki.”
Yfirleitt er vont að mæla sér mót á veitingahúsi. Þjónninn truflar alltaf á versta tíma. Það er erfitt að skrifa nótur meðan maður borðar. Upptaka á segulband truflast af aukahljóðum. Deilt er um, hver á að borga reikninginn. Athugið þó Borgina.
Fyrstu mínútur viðtals fara í að brjóta ísinn. Mikilvægt er að veita eftirtekt. Stundum er best að taka málefni viðtalsins í tímaröð. Margir fara frá meinlausum spurningum yfir í ógnvekjandi. Aldrei biðjast afsökunar á spurningum.
Þegar viðmælandinn víkur af vegi, þarftu að komast aftur upp á veginn. Gott er að spyrja þannig, að svörin séu opin, ekki já-og-nei. Ekki hafa tvær spurningar í einni. Leiðandi spurningar eru hættulegar, en koma stundum að gagni.
Ekki spyrja, hvort flautublásarinn hafi verið rekinn, heldur hvers vegna. Notaðu þagnir sem vopn, því að flestir viðmælendur hata þögnina. Spurðu spurningar, sem þú veist svarið við, til að kanna, hvort viðmælandinn fer rétt með.
Oft gefst vel að hlaða upplýsingunum á viðmælandann og segja svo: “Við vitum báðir miklu meira. Hefurðu sagt mér allt, sem þú vilt segja. Ertu viss um, að þetta sé lokasvar þitt við spurningunni.”
Gott er að spyrja framarlega að einhverju, sem þú veist, til að kanna, hvort viðmælandinn segir satt. Einnig er gott að enda viðtal með almennu snakki til að skilja viðmælandann ekki eftir dauðhræddan.
Frægt var útvarpsviðtalið við væntanlegan fréttastjóra hljóðvarps. Þar var hann hengdur í eigin orðum og áheyrendur áttuðu sig á, að viðkomandi aðili hafði ekkert vit á verkefninu, sem hann ætlaði að taka að sér.
Nótur og segulbönd
Sá, sem er lélegur í að skrifa niður, á að taka viðtalið á band. Fæstum er illa við það. Þeim má bjóða kópíu af bandinu. Ef þú hefur ekki undan,, geturðu sagt: “Þetta var athyglisvert, ég vil vera viss um að hafa það orðrétt.”
Hægt er að segja, að segulband sé nauðsynlegt nákvæmninnar vegna. En ekki má brjóta allar brýr að baki sér, ef viðmælandinn vill alls ekki segulband. Að lokum má segja: “Er eitthvað, sem ég hef gleymt að spyrja um.”
Hér á landi er beinlínis nauðsynlegt að taka viðtöl upp á segulband til að verja sig gegn síðari fullyrðingu um, að þú farir með rangt mál. Mörg dæmi eru um, að blaðamenn hafi getað varið sig með tilvist upptöku á bandi.
Hins vegar er nauðsynlegt, að viðmælandinn viti, að hann sé tekinn upp á band. Best er, að fjölmiðillinn gefi um þetta almenna yfirlýsingu í blaðhaus eða á heimasíðu. Annars verður hver fyrir sig að taka þetta fram. Geyma þarf upptökur um tíma.
Gott er að hringja af og til í viðmælendur til að segja þeim frá framvindu málsins. Þeir kunna að meta slíka tillitssemi.
Nánar verður fjallað um viðtöl á sérstökun námskeiði um slík efni.
Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition
2002