0622 Skrif

Rannsóknir
Skrif

Rannsóknablaðamennska:
Forvitni.
Efi.
Fyrirstaða.
Þrautseigja.
Ekki: Sófi, rifrildi, slúður, blogg.

Innskot um verkefnin:
Algengast að tímaáætlun vanti.
Fólk vantar fremur en fræðinga.
Fókus sums staðar of dreifður.
Aðferðafræði sums staðar óljós.
Fyrirstaða er sums staðar óljós.

Innskot um umdeildar aðferðir
(erfiðari í sölu á ritstjórnum):
Nafnlausar heimildir.
Faldar myndavélar.
Siglt undir fölsku flaggi.
Leiknar heimildir (Docudrama).

Innskot um sögu rannsókna:
Rannsóknir eru aldargömul hefð í opnu þjóðfélagi Bandaríkjanna, sem reynt er að beita í lokaðri nútímaþjóðfélögum Evrópu. Aðferðir eru allar amerískar.

Reynsla og fræði:
Að minnsta kosti 80% allra fræða og reynslu í rannsóknablaðamennsku gerast í Bandaríkjunum, sennilega 90%.

Rannsóknablaðamenn hafa yfirleitt safnað ógrynni upplýsinga og vilja nota sem mest af þeim, þótt tími og pláss takmarki getu fjölmiðilsins. Ef framleiddur er langhundur, nenna lesendur ekki að lesa hann og fara að lesa íþróttasíðurnar.

Rannsóknablaðamaðurinn þarf að sía læsilega sögu úr efniviðnum, gera það á skipulegan og aðgengilegan hátt, sem fær lesandann til að fá áhuga á málinu og skilja tetann. Til að auðvelda þetta eru oft teymi látin í rannsóknavinnu.

Skrif:
1) Fókus valinn.
2) Aukaefni fleygt.
3) Atriðum raðað upp í skotlínu.
4) Formið ákveðið.
5) Tónninn ákveðinn
6) Skjölin tilgreind.

Fókus:
Venjulega verður fókusinn ljós í rannsókninni. Á grunvelli fókuss sér blaðamaðurinn, hvort hann þurfi rækilegri rannsóknir til að fókusinn verði skýr. Fókusinn tryggir, að sagan verði skýr og spennandi.

Aukaefni:
Efni verður að hafna, þótt það hafi kostað mikla vinnu. Birting þess mundi rugla lesandann í ríminu og gera framsetninguna leiðinlega. Þessi fórn kostar aga.

Blaðamaðurinn raðar upp staðreyndum málsins og kemst að raun um, hvort eitthvað vanti í upptalninguna. Ef svo er, þá þarf hann að afla frekari staðreynda. Fókus er ljós og inngangur er ljós, en bæta þarf við staðreyndum.

Forðast ber að skrifa kringum staðreyndina, sem vantar. Það þarf að stinga henni inn í rammann, sem kominn er. Oftast er um að ræða sannreynslu á upplýsingum, sem eru ekki nógu tærar.

Munið, að gefa þarf umræðuefninu tækifæri til að tjá sig um niðurstöðu rannsóknarinnar. Ef settar hafa verið fram skoðanir, þarf að gefa kost á svari.

Form:
Bein frétt: Skrifuð eins og hver önnur frétt.
Grein: Skrifuð sem rannsóknagrein og merkt sem slík.
Mósaík: Greininni er skipt upp og hluti efnisins settur í eindálka ramma.

Tónn:
Blaðamenn hugsa oft ekki um tóninn, þeir laga hann sjálfvirkt að efninu. En þar verða stundum mistök, tónninn kann að vera of ákærandi, of hæðinn og of hlaðinn klisjum. Forðast ber lögguklisjur í rannsóknagreinum.

Þá þarf blaðamaðurinn að umskrifa og laga tóninn. Góð leið til að forðast rangan tón og klisjur er að lesa greinina upphátt. Þá átta menn sig á misræmi í tón, sem þeir gerðu ekki annars.

Blaðamaðurinn veit ekki, hvort skjöl eða aðrar heimildir gefa rétta mynd. Þess vegna vísar hann til þeirra: “samkvæmt skýrslunni,” “að því er segir í fundargerðinni,” “sagði verjandinn”.

Það dreifir ábyrgð frá blaðamanninum að geta heimildanna og segir lesendum um leið, að margvísleg vinna sé að baki fréttarinnar.

Munið, að rannsóknargrein þarf ekki að vera þung eða leiðinleg. Alls konar stíl má nota. Menn eru smám saman að skrifa söguna í höfðinu á sér meðan þeir eru að leita efnis. Enginn getur vænst þess, að koma öllu efninu fyrir í sögunni.

Ron Meador: Lesendur og hlustendur flykkjast ekki að rannsóknablaðamennsku. Hún er oft flókin aflestrar og leiðinlega sett fram. Svo þarf ekki að vera. Stíll og fókus þurfa að vera í lagi. Rannsóknablaðamaðurinn þarf að kunna að segja sögu.

Meador: Hneykslun:
Rannsóknablaðamennska hefur breyst frá því að negla vonda kalla yfir í að skoða léleg valdakerfi ofan í kjölinn. Við breytinguna má ekki gleyma, að venjulegar manneskjur af holdi og blóði eru fórnarlömb þessara kerfa.

Meador: Blaðamenn mega ekki missa sjónar á hneyksluninni. Joe Rigert og Maura Lerner fundu, að rúmlega 200 vistmenn hengdust árlega í vestum og beltum, sem áttu að forða þeim frá slysum. Framleiðandinn hafði árum saman vitað um þetta og þagað.

Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition
2002