Eðli stjórnunar er kynnt, samstarf ritstjóra og valdform þeirra. Bent á nýjar aðferðir við verkstjórn, þar sem höfundum er hjálpað til aukins þroska.
Markmiðið er, að nemandi geti haft mannaforráð og þekki ýmsar tegundir leiðara. Honum sé kunnugt um ýmsan vanda, sem steðjar að hefðbundnum fjölmiðlum í upphafi 21. aldar.
Kennt er í myndskeiðum 45 fyrirlestra, þar sem nemendur geta séð fyrirlestrana, heyrt þá og lesið eftir sinni hentisemi.
Ennfremur felst námið í daglegum tölvusamskiptum nemanda og leiðbeinanda og í lausn verkefna á sviði fyrirlestranna. Samskiptin standa yfir í tvo mánuði á hverju námskeiði.
Hægt er að velja fyrirlestrana eingöngu eða fyrirlestrana að meðtöldum verkefnum og daglegum samskiptum við leiðbeinanda.