0711
Ritstjórn
Þjálfuð textagerð I
Roy Peter Clark & Don Fry, Coaching Writers, 2. útgáfa, 2003
Viðtal við höfund:
*Ertu sjálfsöruggur?
*Fljótur?
*Vinnurðu með plani, útlínum?
*Tekurðu niður miklar nótur?
*Hve há % af nótum fer í texta?
*Fer mikill tími í innganginn?
*Breytirðu miklu?
*Ertu mikið leiðréttur?
Þegar þjálfun skortir, skila höfundar lélegum handritum á síðustu stundu. Hugmyndum þeirra var hafnað og þeir tauta við lyklaborðið í vandræðum við skriftir. Þeir rífast við vaktstjóra. Skoða blaðið um morguninn og sjá frétt, sem þeir skrifuðu ekki.
Textagerð er svona:
*Hugmynd.
*Fréttaöflun.
*Skipulag.
*Uppkast.
*Endurskoðun.
Hugmynd:
Ritstjórar gefa loðin verkefni af því að þeir átta sig ekki á, að þau eru loðin. Af því að þeir átta sig ekki á, að höfundar lesa ekki hugsanir. Oft geta yfirmenn ekki komið verkefnum skiljanlega til skila.
Fréttaöflun:
Góðir höfundar skipuleggja jafnóðum. Þeir þurfa að vita:
*Eru staðreyndirnar nægar.
*Hef ég talað við allar hliðar.
*Hef ég nóg efni í plássið.
*Get ég útskýrt fréttina.
*Veit ég, hvaða tíma ég hef.
Uppkast og endurskoðun:
Skrifaðu uppkast. Sumir nota útlínur, aðrir ekki. Þeir síðari eru taldir óskipulagðir, en skila jafngóðum sögum.
Minnisatriði:
*Mundu skrefin:
Hugmynd.
Fréttaöflun.
Skipulag.
Uppkast.
Endurskoðun.
*Ef þú ert fastur, leitaðu að vandanum framar.
*Breyttu venjum, sem flækja mál.
*Enginn höfundur er eins.
Höfundur Stjóri
Hugmynd Verkefni
Fréttaöflun Hjálp
Skipulag Spurningar
Uppkast Hjálp
Endurskoð. Hjálp
Endanlegt Viðbrögð
Ferlið á síðustu skyggnu leiðir til meiri hraða og meiri gæða og þar af leiðandi til betri höfunda og betri ritstjóra. Höfundar, sem búast við miklum leiðréttingum, vanda sig ekki nógu vel.
Tvær mínútur í að útlista verkefni
Tvær mínútur í spurningar.
Fjórar mínútur spara klukkustundir.
Fréttaöflun:
“Gáðirðu í símaskrána”
Gerðu greinarmun á dýfurum og skipuleggjendum.
Höfundur, sem skipuleggur ekki enda, fær spurninguna: “Ertu með enda í huga”. Eftir 200 skipti skipuleggur hann enda.
Dýfarar geta ekki samið útlínur. Spurðu þá ekki, um hvað sagan sé, þeir vita það ekki. Spurðu þá heldur, hvað gerðist.
Á öllum stigum spyr yfirmaðurinn: “Hvað gerðist?” “Um hvað er sagan?” Þetta leysir 90% vandamála. Merktu spurningar í kantinn: “Ég skil ekki þetta orð.” “Er þetta rétt stafsetning?” “Hvað þýðir EBDTA?” Höfundurinn á að leiðrétta sig sjálfur.
Þótt prófarkalesarar leiðrétti sömu villuna hjá höfundi daglega í mörg ár, heldur hann áfram að skrifa villuna, af því að hann er ekki látinn leiðrétta hana sjálfur. Þótt haldnir séu fundir, þar sem prófarkalesarar fara yfir villur vikunnar, lagast höfundar ekki.
Minnisatriði:
*Verkefni, spurningar, hjálp.
*Réttra spurning er spurt.
*Hvað gerðist? Fókus er haldið.
*Tvær mínútur á hvert samtal.
*Höfundar skrifa hraðar, ritstjórar skipuleggja betur.
*Sjáðu fyrir þér almenning sem lesendur.
“Segðu mér þetta með þínum eigin orðum.” “Getum við einfaldað þetta.” “Hvað þýðir haldlagning.”
*Segðu það vini.
Gott er stundum að ímynda sér, að maður sé að skrifa fyrir vin sinn. Forðast þarf að skrifa stofnanamál.
*Hægðu á frásögninni. Of mikið er af upplýsingum í þéttum málsliðum á of miklum hraða.
*Kynntu til sögunnar persónur eina í einu og flókin hugtök eitt í einu.
*Áttaðu þig á gildi endurtekninga
eins og predikarar gera.
*Ekki flækja málið með tölfræði, tæknifræði eða orðum skriffinna.
*Notaðu einfaldar málsgreinar.
Brjóttu efnið niður í meltanlega bita. Skrifaðu stuttar málsliði, stuttar setningar, stutt orð.
*Tölur svæfa fólk. Einkum þegar þeim er pakkað í málsgreinar. Notaðu fáar tölur og útskýrðu þær. Infographics eru fín lausn.
*Þýddu fagmál.
Ekki skrifa EBDTA. Wall Street Journal þýðir “landsframleiðslu” sem “markaðsgildi allrar framleiðslu á vörum og þjónustu í landinu”.
*Finndu mannlega þáttinn.
Sýndu mér fólk, segir ritstjórinn.
*Láttu það smáa vera fulltrúa hins stóra.
Láttu dæmin tala. Vertu sértækur.
*Hugsaðu um áhrifin á lesendur.
Lesandinn spyr: “Hvað með það.”
*Strikaðu út óþarfar upplýsingar.
Ekki hella úr nótubók í textann.
*Búðu til lista. Sýnir skipulag.
*Kældu þig.
“Auðvitað er það flókið, hugmyndin er flókin,” þýðir “ég skil það í rauninni ekki.”
*Lestu upphátt.
Menn heyra vanda, þótt þeir sjái hann ekki.
Þú getur þóst vera að tala í síma.
Sjá nánar:
Roy Peter Clark & Don Fry, Coaching Writers, 2. útgáfa, 2003