0713 Þjálfuð ýmis miðlun I

0713

Ritstjórn

Þjálfuð ýmis miðlun I
Roy Peter Clark & Don Fry, Coaching Writers, 2. útgáfa, 2003

Reglur Jónasar um stíl:
1. Skrifaðu eins og fólk, ekki eins og fræðimenn.
2. Settu sem víðast punkt og stóran staf.
3. Strikaðu út óþörf orð, helmingaðu textann.
4. Forðastu klisjur, þær voru sniðugar einu sinni.
5. Keyrðu á sértækum sagnorðum og notaðu sértækt frumlag.
6. Notaðu stuttan, skýran og spennandi texta.
7. Sparaðu lýsingarorð, atviksorð, þolmynd og viðtengingarhátt.
8. Hafðu innganginn skýran og sértækan.

Málalengingar og froða eru nýleg fyrirbæri í blaðamennsku hér á landi. Þau eiga þar ekki heima, enn síður í heimi ljósvakamiðla og netmiðla. Þeir miðlar heimta stuttan texta. Í stað froðunnar ber að auka aga á texta, stytta texta, koma honum í nútímaform.

Spurðu höfundinn ótal spurninga til að prófa yfirsýn hans. Sættu þig ekki við sæmilega vinnu. Láttu hann um að uppgötva og þróa eigin hugmyndir. Hafðu auga fyrir því sértæka. Bjargaðu höfundinum úr sjálfheldu of mikillar þekkingar á málinu.

Góðir höfundar endurrita endurrit sín. Þeir hafa gaman af að segja sögu. Þeir leita að mannlegum þáttum. Þeir segja þér gamansögur, lýsa sviðinu og rekja frásagnir. Spurðu alltaf um nafn hundsins, lit bílsins og tegund bjórsins. Ekki stytta sögur blint.

Minnisatriði: Góðir höfundar:
*Sjá heiminn í söguformi.
*Vilja eigin hugmyndir.
*Safna miklu magni upplýsinga.
*Gefa sér tíma í innganginn.
*Fara á kaf í söguna.
*Eru blæðarar, ekki hlauparar.
*Skipuleggja söguna.

*Endurskrifa endurskriftirnar.
*Treysta eyrum og tilfinningum.
*Hafa gaman af að segja sögu.
*Muna eftir lesandanum.
*Taka áhættu.
*Lesa margar sögur, fara í bíó.
*Skrifa of langt og vita það.
*Leiða lesanda til enda sögunnar.

Höfundur er í forgrunni, ritstjóri í bakgrunni. Höfundurinn fær stafina sína í blaðinu. Yfirmaður á ritstjórn er ekki upptekinn af sér. Hann skapar ekki. Hann fær eins mikið út úr höfundinum og höfundurinn hefur til að bera. Ritstjóri skilur sérþarfir höfundar.

Ritstjórinn notar salinn sem vettvang hróss. Hann kemur með blað með strikuðum hring yfir orð, leggur á borðið hjá höfundinum, segir: “Fínt sagnorð” og fer. Allir í nágrenninu hópast að höfundinum til að kíkja á sagnorðið.

Gildi ritstjórans:
*Fer fram fyrir söguna.
*Þekkir vel sagðar sögur.
*Forðast alhæfingar starfsfólks.
*Dreifir stjórn.
*Skilur fréttamenn.
*Notar sértæka gagnrýni.
*Innprentar gildin.

*Byggir upp sjálfstraust höfunda.
*Byggir upp samfélag á staðnum.
*Tekur áhættu.
*Hugsar um sjálfan sig.

Góður ritstjóri losar um ritstíflu höfundar. Segir: “Skrifaðu upp nokkra punkta og við skulum ræða þá.” Höfundar þarf yfirsýn, sjónarhæð til að sjá skóginn, og ritstjórinn færir honum það.” Ritstjórinn spyr og spyr. Góðir höfundar vilja láta ögra sér.

Aðstoð við niðurskurð er eitt mikilvægasta verkefni yfirmanns. Byrjaðu á að skera út kafla, ekki á að leiðrétta minni háttar villur.

Minnisatriði: Ritstjórinn:
*Virðir höfund sem einstakling.
*Skilur og þolir sérvisku hans.
*Notar hrós til að efla sjálfstraust.
*Hjálpar við að losa ritstíflu.
*Bendir á styttingar, niðurskurð.
*Temprar fullkomnunaráráttu.

Margir ritstjórar hafa grunsemdir um sérvisku. En þar getur verið skortur á sjálfstrausti, nagandi efi, taugaspenna. Sumir dimma skjáinn, ef einhver nálgast. Ritstjórinn á að losa um þetta með samræðu. Stundum er aðgerðarleysi bara hluti af aðgerð, er undirbúningur.

Ekki þola lélega vinnu. Sumir höfundar eru prímadonnur, sem geta minna en þeir halda. Við þá er erfiðast að eiga. Þá þarf að taka í gegn á löngum einkafundum. Byrjendur hafa oft óraunhæfar væntingar og missa traust á sér. Þeir þurfa handleiðslu yfirmanns.

Góðir ritstjórar lesa fréttirnar og átta sig á styrk og veikleika höfunda. 80% minnisbóka fréttamanna eru um orð frá valdhöfum og sérfræðingum. Þar er lítið um svið atburðarins, lítið um lit, hljóð og naglföst smáatriði, sjálfan veruleikann.

Minnisatriði:
*Skildu, að höfundar eru ólíkir.
*Lagaðu þjálfun að sérhverjum.
*Fagnaðu sérvisku.
*Breyttu ritstíflu í undirbúning.
*Slakaðu höfundum úr ritstíflu.
*Kannaðu verk höfundanna.
*Skildu, að yfirmenn eru ólíkir.

Ritstjórnir eru fullar af miðstéttarkörlum. Þær eiga þó að endurspegla allt litrófið, kyn, trú, þjóðerni, stéttir. Byggja þarf upp andrúmsloft þar sem allir geta starfað saman. Taka þarf tillit til sérkenna sérhvers. Komdu fram við hvern eins og hann vill láta gera við sig.

Hús fyrir alla:
*Skoðaðu vefslóðir minnihluta.
*Hittu vandamálasérfræðinga.
*Heimsæktu stofnanir sérhópa.
*Gerðu lista yfir slíkar heimildir.
*Gerðu lista yfir talsmenn hópa.
*Heimsæktu matstofur hópanna.
*Vertu í netsambandi við fólk.

Konur kunna betur að hlusta en karlar. Þær sýna, að þær heyra. Karlar tala stundum án augnsambands eða hafa augun á reiki um salinn, í stað þess að horfa á viðmælandann.

Sjá nánar:
Roy Peter Clark & Don Fry, Coaching Writers, 2. útgáfa, 2003