0729 Útgefandinn

0729

Ritstjórn
Útgefandinn
Sjá nánar: Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004

Útgefandinn og ritstjórinn og leiðarahöfundurinn eru ekki lengur einn og sami maðurinn. Með stækkun fyrirtækja hefur verksvið útgefanda fjarlægst ritstjórn. Hún er orðin að annars flokks stofnun, sem talin er valda kostnaði í sókninni í gróðann.

Staðbundið eignarhald:
Leiðarahöfundurinn hefur væntanlega verið ráðinn eftir miklar samræður við útgefandann, sem hafa leitt í ljós samræmi milli skoðana þeirra. Oft hafa komið upp erfiðleikar í slíku samstarfi.

“Group” eignarhald:
Margir útgefendur eru eingöngu viðskiptamenn. Þeir þrengja hag ritstjórna og draga úr tengslum þeirra við samfélagið. En þeir hafa líka minni afskipti af leiðurum og gefa færi á líflegri framsetningu þeirra.

Rannsókn sýnir, að það er ekki “the group”formið heldur fjöleignarformið, sem eykur frelsi ritstjórna og gerir þeim kleift að fylgja almennum siðareglum um sannleika umfram staðbundna hagsmuni, sem einkenndu eldra eignarhald.

Munurinn er ekki mestur á eignarhaldi, heldur á stærð fjölmiðla. Leiðarahöfundar stórra fjölmiðla fara meira eftir almennum siðareglum um hlutverk fjölmiðils sem rýnis, sem túlkanda, sem gagnrýnins varðhunds. Ritstjórnin verður frjálslegri með stærðinni.

Það er kaldhæðnislegt, að aukið frelsi ritstjórna skuli fylgja auknum áhuga útgefenda á viðskiptalegum atriðum.
Fjárhagslegar takmarkanir á frelsi ritstjórnar geta verið jafn erfiðar og efnislegar takmarkanir.

Spenna er milli þjónustu ritstjóra við lesendur og þjónustu miðilsins við hluthafa. Gróði var áður á bilinu 10-15%, en nú er komin krafa um 20-30% gróða. Skammtímalausn þess vanda felst í að fækka störfum á ritstjórn, sem ekki er talin stuðla að gróða.

Sums staðar eru tekjur ritstjóra tengdar afkomu fjölmiðilsins. Farið er að líta á lesendur sem auglýsinganeytendur fremur en fréttaneytendur. Því miður eru ekki margir Katharine Graham í útgáfubransanum, sem vilja fórna 20-30% arði fyrir gæði miðilsins.

Útgefandinn:
Hefur mestan áhuga á hagnaði og næstmestan á samskiptum við starfsmenn. “Við erum öll saman í þessu og allir verða að hjálpast að,” er viðkvæðið. Útgefandinn gætir oft sérhagsmuna kaupsýslu og auðhyggju.

Fáir útgefendur hafa tíma til að lesa blaðið. Þeir biðja starfsfólk stundum að vara sig við, ef von sé á einhverju, sem deilt verði um. Forusta útgefanda er oft tilviljun háð. Þeir hafa stundum afskipti og stundum ekki. Koma jafnvel eins og hvirfilvindur upp úr þurru.

Sumum útgefendum og ritstjórum gengur vel að vinna saman, öðrum ekki. Yfirleitt hafa þeir mismunandi viðhorf. Enginn leiðarahöfundur vill vera í stöðugum slagsmálum um stefnu blaðsins.

* Upp á borðið með umdeild mál.
* Settu þig í fótspor útgefandans.
* Þú þarft að sannfæra útgefanda.
* Stattu við það, sem er rétt.
* Vældu ekki, ef þú tapar.
* Fylgdu með eða segðu upp.

Í Bandaríkjunum hafa menn takmarkaða möguleika á að velja sér útgefanda. Blaðamenn eru ekki eins hreyfanlegir og áður var. Ritstjórar þurfa að læra um fjármálahliðina. Ef þeir gera það, standa þeir föstum fótum í veruleikanum og geta selt hugmyndir sínar.

Útgefendur og eigendur þurfa menntun eins og aðrir. Höfundur, sem veit meira en yfirmaðurinn, þarf að gæta sín. Útgefendur væru ekki eins viðkvæmir, ef þeir notuðu tækifærin til að fræðast á námskeiðum. Ef menn lýsa skoðun sinni, er erfitt að bakka.

Útgefendur taka þátt í pólitík og skapa leiðarahöfundum erfiðleika. Í því tilviki er best að skýra útgefandanum frá erfiðleikunum og taka umræðuna, fremur en að vanrækja hann. Útgefendur vilja ekki vera vanræktir. Margir eiga erfitt með að tala um slík mál.

Ritstjórar hafa siðareglur, af hverju ekki útgefendur líka? Þar væri rætt um sjálfstæði ritstjórna og rakið viðurkennt ferli í ágreiningsefnum. Þar væri bannað að knýja leiðarahöfunda til að skrifa gegn betri vitund. Einnig að efna til hagsmunaárekstra.

Vafasamt er að láta leiðaraskrif heyra undir fréttastjóra, þótt það fjarlægi skrifin viðskiptahagsmunum. Leiðarahöfundar eru ekki þjakaðir af öðrum áhugaefnum og eru í bestu sambandi við fréttir. Þeir eiga að vera nægilega óháðir hugsanlegum hagsmunaárekstri.

Niðurstaða:
Áhrif leiðarahöfunda hafa aukist. Starf þeirra getur orðið ævistarf. Frelsi þeirra hefur aukist og þeir eru betur undir starfið búnir. Þeir eru fúsari að tala út en áður. Margir útgefendur átta sig á mikilvægu hlutverki höfundanna.

* Útgefandi, hvaða hlutverk.
* Útgefandi, breytist eftir stærð.
* Hvaða fjölmiðlar þolanlegir.
* Ritstjórnarstefna háð hverjum.
* Hvernig helst útgefandi glaður.
* Hvernig hjóla menn í útgefanda.

Víðast er veggur milli frétta og leiðara, sem eru á sérstökum síðum, stundum á opnum með kjöllurum. Sums staðar er þessi veggur eins hár og milli efnis og auglýsinga. Fréttamenn eru taldir á flótta úr heimi hugmynda og leiðarahöfundar úr heimi veruleikans.

Núna eru menn ekki eins hræddir, hjálpast meira að. Fréttamenn geta hjálpað leiðarahöfundum um hugmyndir, staðreyndir og heimildir. Barátta milli þessara aðila getur skaðað fjölmiðilinn og rýrt traust á honum. Leiðarahöfundar geta ekki pantað fréttir við hæfi.

Niðurstaða:
Draga verður línu milli frétta og skoðana. Leiðarahöfundar þurfa meira á fréttamönnum að halda en öfugt. Þeir hafa ekki nægan tíma til að afla sjálfir frétta.

Niðurstaða:
Siðareglur banna gjafir, ferðir og annan greiða, nema frá því sé sagt. Þegar talað er um hagsmunaárekstra, geta meintir árekstrar skipt eins miklu máli og raunveruleikinn í viðhaldi trausts og trúverðugleika.

Sjá nánar: Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004