0730 Leiðarahöfundur I

0730

Ritstjórn
Leiðarahöfundur I
Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004

Steve Spence, ritstjóri Car and Driver: Menn fá vinnu eins og jafnan áður, með því að velja þrjú-fjögur tímarit, sem þeir hafa áhuga á, og hefja vinnu sem sjálfboðaliðar í skólafríi.

Spence áfram: Ég held, að best sé að byrja á góðu, litlu dagblaði, sem notar góð vinnubrögð, skrifar ekki greinar fyrir auglýsendur. Ég lærði meira á Monrovia Daily á sex mánuðum en á fjórum árum í háskóla.

Sandra Bowles, ritstjóri Shuttle, Spindle & Dyepot: Skrifborðsútgáfa er ögrun lítilla félagstímarita. Ritstjórinn verður að geta gert allt, samið við birgja, notað hugbúnað, séð um skriffinnsku. Blaðið verður alltaf að koma út.

Jeff Csatari, ritstjóri Men’s Health: Ég vil sjá reynslu af dagblöðum. Þar lærir fólk að skrifa í tæka tíð og er ekki hrætt við langa vinnudaga. Vertu sjálfboðaliði til að fá verklega færni. Ef þú vinnur vel, vill ritstjórinn hafa þig.

Leslie Heilbrunn, ritstjóri Cosmo Girl: Þú skalt í öllu falli verða sjálfboðaliði. Við erum með sex slíka í sumar. Þú ættir að vinna fyrir skólablað. Þú ættir að vinna að markmiðinu í sífellu. Það er mikilvægt.

Bonnie Leman, ritstjóri Quilter’s: Æfðu þig áður. Ritstýrðu með blýanti öllu sem þú sérð og berðu þig saman við stílbókina. Finndu prentvillur, áttaðu þig á, hvað gerir grein skemmtilega og málslið veikan. Æfðu þig í að hugsa eins og ritstjóri.

Þú þarft að undirbúa málið meðan þú ert í háskóla. Líttu á námið sem tíma til að öðlast getu á ýmsum sviðum og að geta sýnt fram á hana. Byrjaðu sem höfundur. Þú kynnist þá ritstjórum, sem frekar vildu deyja en að auglýsa eftir starfsmanni.

Þetta er einfaldari aðferð en auglýsing, miklu fljótlegri og líklegri til að ná árangri. Þú endar ekki á ókunnugri manneskju, heldur á einhverri, sem hefur þegar sýnt fram á, að hún kann að skrifa fyrir blaðið.

1. Fyrsta og besta ráðið er að gerast höfundur.
2. Næstbest er að gerast sjálfboðaliði í skólafríi.
3. Taktu rétta kúrsa, í blaðamennsku, ekki í fjölmiðlafræði.
4. Taktu kúrsa í stíl.

5. Taktu kúrsa í stjórnun og markaðsmálum, forstjórum líkar það.
6. Elskaðu fréttablöð. Þar gerir þú meira á mán. en á ári í tímaritum.
7. Vertu í ritstjórn í háskólanum.
8. Vertu ekki hrædd við að byrja í smáu.
9. Vertu glaðlega einbeitt.

10. Sæktu um allar stöður.
11. Skoðaðu Standard Periodical Directory. Listi 10 óskablaða.
12. Veldu 100 fjölmiðla og sendu þeim ferilskrá þína.
13. Vertu ekki hrædd við að hringja af glaðlegri einbeitni í eftirfylgni.

Glaðleg einbeitni er list, sem veldur því, að þú ert aldrei hræddur við að taka upp símann og hringja enn einu sinni í ritstjórann. Vertu ekki feiminn. Ræddu við ritstjóra um áætlanir og vinnu þeirra. Þannig tekur fólk eftir þér.

Leiðaraskrif gefa færi á að staldra við og taka vítt sjónarhorn á straumi frétta. Margir fréttamenn skrifa stundum fréttaskýringar, en aðeins leiðarahöfundar hafa fulla vinnu af að reyna að skilja atburði. Þeir verða að hafa nægan tíma til að geta gert það að gagni.

Leiðaraskrif eru púlt. Leiðarasíða, sem nýtur trausts, hefur áhrif. Það er spennandi og gefandi starf. Gerir höfundana þekkta í samfélaginu, einkum þá, sem skrifa undir greinar. Yfirleitt eru leiðarahöfundar ánægðir með vinnuna. Þeir fá betur borgað, njóta álits.

Hæfni leiðarahöfunda:
Blaðamenn telja, að leiðarahöfundar þurfi annars konar hæfileika en fréttamenn. Þeir þurfi rökréttari hugsun og meiri textaleikni, skarpara innsæi og meiri skilning á málefnum og þróun mála.

* Fjölbreytt áhugamál. Vita nógu mikið til að stuða ekki sérfróða.
* Góðir fréttamenn. Staðreyndir.
* Textaleikni. Áhugaverður og sannfærandi texti.
* Sannleiksást og sanngirnisást.
* Löngun til að tjá skoðanir, vera á leiksviðinu.

Leiðarahöfundur getur rökrætt. Getur fært sig frá sérhæfðu yfir í alhæft og til baka aftur. Hann þekkir samfélagið, er kurteis og samvinnuþýður, forvitinn, hefur dómgreind, getur gagnrýnt og getur þolað gagnrýni. Hann forðast vafasama hegðun og vinskap.

Hverjir eru þessir höfundar?:
Konur hafa annað sjónarhorn, sumpart aðrar hvatir, aðra lífssýn og aðra pólitík. Skortur er á konum sem leiðarahöfundum.

Þótt umsækjendur séu margir, eru flestir greinilega ekki hæfir. Útgefendur og ritstjórar örvænta því og eru fegnastir, þegar valið tekst vel. Leiðbeiningar eru fáar og flestir frambærilegir leiðarahöfundar finnast af tilviljun.

Niðurstaða:
Leiðarahöfundar eru yfirleitt vel menntaðir og hátt borgaðir, hafa eigin skrifstofu, en þeir eru samt blaðamenn og mega ekki ofmetnast. Þingmenn og ráðherrar vilja taka við þá. Sá, sem ekki vill særa fólk, á ekki að taka verkið að sér.

* Finna höfund á ritstjórn.
* Finna hann annars staðar.
* Fátt um konur og minnihluta.
* Eru þær á þínum fjölmiðli.
* Mikilvægustu kostir höfundar.
* Hvað höfðar mest til þín.
* Hvaða leið mundir þú fara.
* Hvaða fjölmiðlar höfða til þín.

Allt, sem væntanlegur leiðarahöfundur hugsar, lærir eða reynir, kemur honum að gagni síðar sem leiðarahöfundi einn góðan veðurdag.

Sjá nánar: Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004