0735 Erlendar siðareglur

0735

Blaðamennska
Erlendar siðareglur

Siðareglur erlendis:
Þær eru hvarvetna á vesturlöndum þáttur í lífi blaðamanna.
Almennt fela nýjar siðareglur erlendis um þessar mundir eftirtalin atriði:
1. Leitið sannleikans og skýrið frá honum (seek truth and report it).

2. Forðist að valda óþarfa sársauka (minimize harm).
3. Verið óháðir og forðist hagsmunaárekstra (act independently).
4. Verið ábyrgir gagnvart lesendum, áhorfendum og hver öðrum (be accountable).

Siðareglur eru ekki eins í Bandaríkjunum og Evrópu. Meiri áhersla er lögð á sannleiksgildi efnis vestan hafs og minni áhersla á tillitssemi við fólk. Siðareglur Blaðamannafélagsins leggja óvenjulega mikla áherslu á tillitssemi.

Víkjum svo að nýju bókinni: The Elements of Journalism eftir Kovach og Rosenstiel, sem hefur vakið mikla athygli og verið tekið afar vel. Þar segir:
“Blaðamennska veitir fólki upplýsingar, sem gera það frjálst:

1. Skuldbinding hennar er fyrst og fremst við sannleikann.
2. Hollusta hennar er við borgarana.
3. Eðli hennar er leit að staðfestingum.

4. Hún er sjálfstæð gagnvart þeim, sem fjallað er um.
5. Hún er óháður vaktari valdsins.
6. Hún er torg gagnrýni og málamiðlana.

7. Hún reynir að gera það mikilvæga áhugavert og viðeigandi.
8. Hún er víðtæk og í réttum hlutföllum.
9. Hún má beita eigin samvisku.”

Blaðamennska er illa stödd í dag. Í auknum mæli vantreystir fólk blaðamönnum.
Fréttir eru orðnar að skemmtun og skemmtun er orðin að fréttum.
Blaðamenn eru að hverfa inn í stærri heim samþættrar risafjölmiðlunar.

Blaðamennska á að færa okkur óháðar, áreiðanlegar og rækilegar upplýsingar.
Spurningin er, hvort við sem borgarar höfum aðgang að óháðum upplýsingum. Í auknum mæli eru fréttir framleiddar af samsteypum utan blaðamennsku.

Fyrsti áratugur nýrrar aldar:
Notendur hafa dreifst hraðar. Sjálfsöryggi blaðamanna hefur minnkað hraðar. Almenningur tekur hraðar þátt í fjölmiðlun. Yahoo og Google safna fréttum. MyTimes byrjaði 2006, sérhannað fyrir hvern kúnna.

Harmsaga áratugarins:
Jayson Blair: New York Times
Judith Miller: New York Times
Janet Cooke: Washington Post
Bob Woodward
Jack Kelley: USA Today
Stephen Dunphy: Seattle Times
Dan Rather: CBS

Sumar samsteypur hafa mistekist.
Innri áhrif blaðamanna eru minni.
Hlutlægni er tækni,ekki markmið.
Gegnsæi er mikilvægasta atriðið.
Gegnsæ sannreynsla er aðaltækið.
Rifrildismiðlar færa út kvíarnar.
Hefur fólk áhuga á siðareglum?
Kunna blaðamenn siðareglurnar?

0.
Blaðamennska veitir fólki upplýsingar, sem gera það frjálst.

Þegar blaðamennska er gagnrýnd, er þó nauðsynlegt að muna eftir, að afurðir hennar eru til sýnis öllum. Fáar atvinnugreinar leggja spil sín eins opið á borðið og blaðamenn gera. Allir geta metið árangurinn og borið hann saman við hvað sem þeir velja.

Ríkisstjórnir voru áður mesta ógnin. Nú er komin ný hætta, að blaðamennska leysist upp í sýru af fyrirtækjasamsteypum og samþættingu á sjálfshóli. Kennsla í siðfræði á þessu námskeiði er hluti af viðleitni miðla til að hamla gegn því fyrir sitt leyti.

Kennsla í siðfræði, siða- og verklagsreglur ritstjórna, hlutverk umboðsmanns notenda fjölmiðlanna, skrifleg ritstjórnarstefna og sérstök yfirlýsing stjórnar samsteypunnar um afskiptaleysi af ritstjórnum eru allt greinar á sama meiði. Þetta er aukið gegnsæi.

Um leið felur allt þetta í sér, að blaðamenn lýsa yfir, að tilgangur starfsins sé þjónusta við fólkið, en ekki framleiðsla á arði til eigenda. Jóhann Páll páfi: “Blaðamennska má ekki stjórnast af markaði, gróða eða sérhagsmunum.”

Blaðamennska er að breytast 1) vegna nýrrar tækni veraldarvefsins, 2) vegna fyrirtækjasamsteypa, 3) vegna smæðar fjölmiðlanna í samsteypunum. Sérstaklega er orðið áberandi, að fjölmiðlun verður undirdeild í skemmtanaiðnaði, “infotainment”.

Nýjar siðareglur samtaka:
1. Seek truth and report it.
2. Minimize harm.
3. Act independently.
4. Be accountable.
Höfundar telja fjórar reglur ekki snúast um kjarna málsins og vilja í staðinn aðrar tíu siðareglur.

Sjá nánar:
Bill Kovach og Tom Rosenstiel,
The Elements of Journalism, 2001