0740
Blaðamennska
Fyrir opnum tjöldum
Bill Kovach og Tom Rosenstiel,
The Elements of Journalism,2001
9.
Iðkendur blaðamennsku mega beita eigin samvisku.
(Fyrir opnum tjöldum)
Í raun er blaðamennska partur af persónu blaðamanns. Mikil ábyrgð hvílir á siðferði hans og dómgreind, svo og miðilsins, sem hann starfar við. Miklu skiptir, að blaðamaðurinn hafi kompás í siðferði og dómgreind sinni.
(Sbr. Jayson Blair málið).
Starfsmenn ritstjórnarstofa verða að finna fyrir skyldu til að geta verið ósammála ritstjórnum, eigendum, auglýsendum og jafnvel óbreyttum borgurum og félagslegum rétttrúnaði, ef sannleikur, nákvæmni og staðreyndir krefjast þess. (Gillen, Costas)
Eðli málsins samkvæmt eru ritstjórnarskrifstofur ekki lýðræðisleg fyrirbæri. Þær eru óreiðusöm einveldi. Einhver stendur efst og tekur endanlegar ákvarðanir og tekur um leið á sig ábyrgðina. Enda fjúka ritstjórar oft.
Bob Woodward: Besta blaðamennskan er oft stunduð gegn vilja yfirmanna. Yfirmenn á ritstjórn þurfa að átta sig á að leyfa einstaklingum á ritstjórn að lýsa sannfæringu sinni. Slíkt gerir ritstjórnina vissulega erfiðari, en fréttirnar nákvæmari.
Traustið er jafnvel enn mikilvægara en nákvæmnin í blaðamennsku. Þú þarft að skoða og endurskoða, bera undir starfsfélaga, hringja í fleiri heimildarmenn. Lesið um erfiðleika ritstjórans Benjamin Bradlee á Washington Post v. Watergate.
Hver er hefðin á þinni ritstjórn? Er þar allt í þögn? Er allt bara rútína? Eða ögrar fólk þar hvert öðru, talar það saman, ræðir það efnistökin? Koma menn þar úr ýmsum áttum með mismunandi bakpoka, fulla af ýmsum viðhorfum?
Ritstjórnir verða oft íhaldssamar, ráða fólk, er líkist þeim, sem fyrir eru, svart fólk sem líkist hvítu. Þær verða að öruggum faðmi opinberra stofnana. Þær hætta að birta neitt, sem fræðilega séð gæti orkað tvímælis.
Blaðamenn eiga að gera vinnu sína eins gegnsæja og hægt er. Þeir eiga að setja netfang sitt undir fréttirnar. Þeir eiga að nýta sér umboðsmann notenda. Þeir eiga að starfa fyrir opnum tjöldum, eins og þeir vilja, að stjórnvöld geri.
10.
Mannréttindaskrá
notenda:
Ef blaðamennska hefur tapað áttum, stafar það af því, að hún hefur tapað gildi í tilveru fólks, ekki bara þess fólks, sem nú lifir, heldur einnig komandi kynslóða. Fréttir og fjölmiðlaefni ná ekki lengur til alls þorra fólks.
Borgararnir þurfa að geta trúað því, að val blaðamanna sé ekki val gróðans, að þeir séu ekki bara að bjóða það, sem selst, eða að manga við hagsmunahópa. Grundvöllur trausts er meintur tilgangur blaðamannsins, trúverðugleiki hans.
1. Við eigum rétt á að vænta augljósra heilinda í gegnsæjum fréttum, þar sem sannreynsla er nafngreind og bent er á galla.
2. Við eigum rétt á að vænta augljósra merkja um, að fréttir séu unnar fyrir okkur, en ekki fyrir skákmenn kerfisins.
3. Við eigum rétt á að vænta hjálpar álitsgjafa við umræðuna, í stað þess að þeir sinni skákmönnum kerfis stjórnmála og kaupsýslu.
4. Við eigum rétt á að vænta varðgæslu fjölmiðla við mikilvægar og erfiðar valdamiðstöðvar.
5. Við eigum rétt á að vænta aðgangs að netföngum blaðamanna og lesendasíðum. Líka aðgangs að umboðsmönnum og umræðuþráðum fjölmiðilsins.
6. Við eigum rétt á að vænta vitneskju blaðamanna um þörf okkar á upplýsingum.
Víkjum svo að nýju bókinni: The Elements of Journalism eftir Kovach og Rosenstiel, sem hefur vakið mikla athygli og verið tekið afar vel. Þar segir:
“Blaðamennska veitir fólki upplýsingar, sem gera það frjálst:
1. Skuldbinding hennar er fyrst og fremst við sannleikann.
2. Hollusta hennar er við borgarana.
3. Eðli hennar er leit að staðfestingum.
4. Hún er sjálfstæð gagnvart þeim, sem fjallað er um.
5. Hún er óháður vaktari valdsins.
6. Hún er torg gagnrýni og málamiðlana.
7. Hún reynir að gera það mikilvæga áhugavert og viðeigandi.
8. Hún er víðtæk og í réttum hlutföllum.
9. Hún má beita eigin samvisku.”
Sjá nánar:
Bill Kovach og Tom Rosenstiel,
The Elements of Journalism,2001