0801
Fjölmiðlasaga
Upphaf ritunar
Menningarsamfélag þarf ekki endilega ritun. Við notum enn í dag sumt af því, sem notað var fyrir ritun. Við notum enn myndrænar og orðlausar vegamerkingar og leiðbeiningar, óháð skrift. Eins og Egyptar.
3100 f.Kr: Myndskrift (Írak)
1.500 tákn. Leirtöflur.
2900 f.Kr: Táknskrift (Írak)600 t.
2700 f.Kr: Papírus (Egyptaland)
2200 f.Kr: Hljóðskrift (Írak, Eg.)
Bókmenntir, póstur, fjöltungur.
1200 f.Kr: Stafróf (Fönikía)22 tk.
700 f.Kr: Sérhlj.(Grikkl.) 24 tkn
3100 f.Kr, Leir (Írak)
2700 f.Kr: Papírus (Egyptaland)
200 f.Kr: Leður (Pergamon)
50 f.Kr: Krít, fréttir, (Róm)
1450: Pappír, prentun(Gutenberg)
1500: Nútímaletur (Aldus)
1600: Fréttablöð (Holland)
1785: Dagblöð (Bretland)
Elstu forfeður okkar notuðu hreyfingar og drög að tungumáli. Sumt af hlutum, sem fundist hafa, voru notaðir til samskipta. Fyrir tilkomu ritunar voru til dæmis notaðir hlutir til skráningar og talningar á framleiðslu, verslun og innihaldi í vörugeymslum.
Maðurinn fór að gera myndir og skráningar 25.000 árum áður en hann fór að nota ritun. Það gerðist á ísöld, ekki löngu eftir að Homo Sapiens kom fram í Evrópu, um 35.000 f.Kr. Fyrst voru þetta málaðir og handnuddaðir hlutir, til handfjötlunar.
Inkar: Quipu er þrívítt safn af lituðum snúrum með hnútum, með upphafi og enda. Hnútarnir táknuðu tölur. Súmerar notuðu einlitan leir og Egyptar notuðu papýrus með tvílitu bleki, en Inkar notuðu snúrur með hundruðum lita. Þetta var talning.
Myndmál hófst 25.000 f.Kr og talning 8000 f.Kr. Ritun með óhlutlægum táknum hófst í Mesópótamíu 3100 f.Kr. og í Egyptalandi 3000 f.Kr., í Indusdal 2500 f.Kr, á Krít 1900 f.Kr, í Kína 1200 f.Kr. og í Mið-Ameríku um 600.
Ritun er meðal mestu uppfinninga mannkyns, ef til vill sú mesta. Með ritun voru skráðir samningar, minningargreinar og spár. Fólki var sagt frá leiðtoganum mikla. Talningar voru meginefni ritunar fornþjóða, einnig fyrstu ritunar á Krít.
Elsta ritun í sögunni kom fram í Uruk í Mesópótamíu um 3100 f.Kr. Þar voru góð menningarskilyrði og eignasöfnun, sem leiddu til ritunar. Það var ekki myndmál, heldur óhlutlæg ritun. Eldra en það var talning með leirmerkjum (tokens).
Fyrst voru leirmerkin þrívíð og götuð, höfðu ýmis form fyrir ýmsar vörutegundir. Síðan breyttust þau í tvívíð tákn í leirfleti. Þessi talning var fyrirrennari bæði ritunar í Uruk og talningar. Var til í þúsundir ára fyrir ritun.
Mjög auðvelt var að nota leirmerkjaritun. Hana var hægt að nota við mismunandi tungumál og mállýskur. Hún náði mikilli útbreiðslu um fornmenningarsvæðin austan Miðjarðarhafs, ein og sama ritun. Í Uruk fundust 812 tákn af 241 gerð.
Talningin breyttist í táknmál á tvívíðum fleti um svipað leyti og ritunin kom fram. Um svipað leyti komu tákn fyrir meira magn en einn hlut í senn. Við sjáum svipaðar aðstæður hjá sumum frumstæðum nútímaþjóðum, sem ekki hafa komið sér upp ritun.
Bylting varð í Egyptalandi, þegar ritunin fluttist af þungum steini yfir á léttan papýrus 2700 f.Kr. Þá urðu til rúllur, sem höfðu að geyma langan texta í samfellu. Þessar rúllur mátti flytja langa leið. Einnig urðu táknin einfaldari, hættu að vera myndir.
Í Súmeríu höfðu leirtöflurnar einkum að geyma samninga, kaupsamninga og afsöl, lista, lagertalningar hjá musterum. Þær segja frá veraldlegu þjóðfélagi, þar sem guðinn var auðjöfur, landeigandi og banki.
Skrifa varð hratt á leirtöflur áður en þær hörðnuðu. Í því skyni urðu táknin einfaldari og fljótgerðari, svo að myndstíll táknanna hvarf og þau urðu að óhlutlægum táknum. Þannig varð ritun með fastri röð orða í málsgreinum orðin fullþróuð um 2900 f.Kr.
Ritun þessi hafði 100 tákn fyrir sérhljóða og 500 önnur tákn, sem þó voru ekki samhljóðar. Sérstakir skólar voru settir upp við musteri til að kenna skrifurum að lesa þessi tákn og skrifa þau. Þar með hófst kennsla í málfræði og stærðfræði.
Ritun endurspeglar talmál misjafnlega, finnska mjög vel, kínverska mjög illa, enska í góðu meðallagi. Föníska átti fyrsta stafrófið, með samhljóðum, frá 1000 f.Kr. Gríska átti fyrsta stafrófið með sérhljóðum og samhljóðum, frá 730 f.Kr.
Pappír var fundinn upp í Kína 100 f.Kr., prentun hófst þar á 8. öld, prentun með lausum bókstöfum í Evrópu á 15. öld. Ritvélin var fundin upp 1867, tölvur með ritvinnslu á níunda áratug síðustu aldar. Tímatal Maya endar 23. des. 2012.
Ritun gerði kleift að geyma upplýsingar. Það gerði heimsveldi kleif. Þegar stafróf 22 samhljóða hafði verið fundið upp 1000 f.kr og Grikkir höfðu bætt við það sérhljóðum 730 f.Kr, gat almenningur farið að lesa og skrifa. Það var ekki lengur einkamál skriftlærðra.
Fyrirrennari stafrófs var atkvæðaritun, þar sem hvert atkvæði hafði sitt tákn. Slík skrift kallar á hundruð tákna og er miklu flóknari og tímafrekari í lærdómi heldur en stafróf. Enn flóknari var myndskrift, líktist myndgátum.
Stafrófið varð til á Sinai-skaga 1700-1500 f.Kr. Öll alfabetísk ritun er þaðan runnin, svo sem arabíska, hebreska, latína, gríska, tíbetska, javaska og bengali. Önnur ritun er runnin frá kínversku, sem ekki hefur alfabetíska ritun, er ekki stafróf.
Grískt stafróf tók við af atkvæðaritun Fönikíumanna. Með 30 talmálstáknum og 10 talningartáknum getur stafróf þjónað öllum talmálum heimsins, ekki bara indóevrópskum. Þessi tákn hafa reynst vel um aldir og komast vel fyrir í nútímanum á tölvu-lyklaborðum.
Upphaf ritunar
Ritun er meðal mestu uppfinninga mannkyns, ef til vill sú mesta.