0838
Árið 2006
Sitt lítið af hverju
Nieman Report,
Goodbye Gutenberg, 2006
Fons Tuinistra, Morris Jones, Neil Chase
Fons Tuinistra:
Undarlegar þversagnir í netmiðlun í Kína.
Vefurinn hefur styrkt vald miðstjórnarinnar í Kína, ekki veikt það.
Fréttir á Vesturlöndum fjalla mikið um kínverska blaðamenn, sem eru lögsóttir og fangelsaðir. Ritskoðun vefmiðla virðist takmarka málfrelsi þar. Þetta er ekki allur sannleikurinn. Mikið er um orðróm og slúður þar á vefnum, lítið um sannreynslu.
Bloggarar geta gefið mikið af upplýsingum og stundum skúbbað. En fáir bloggarar hafa tíma og aðstöðu til að ná lengra í fréttaflutningi. Luqiu reyndi að forðast ákveðin lykilorð, sem kalla á ritskoðun. Óvssa er um framtíð bloggs í Kína.
Blogg Luqiu fékk miklar heimsóknir og sýndi, að fólki leiðist fréttir frá hefðbundnum fjölmiðlum opinberra aðila. Í Kína nýtur vefurinn meira frelsis en aðrir miðlar. Samt hurfu fyrirvaralaust þrjár af greinum, sem hann setti inn. Leitarorð felldu.
Yfir 125 milljón Kínverjar eru á vefnum. Yfir 500 milljón farsímar eru í landinu. Yfirvöld hafa lokað þremur bloggsíðum. Sumar fréttir af lokunum hafa reynst rangar. Þróunin hefur ekki grafið undan valdi miðstjórnarinnar.
Vefurinn hefur styrkt vald miðstjórnarinnar í Kína, ekki veikt það. Miðstjórnarvaldið hefur fengið vinsælt og þægilegt tæki til að hlera það, sem talað er um í landinu.
Misvísandi skilaboð koma frá Kína. Annars vegar eru blaðamenn fangelsaðir og hins vegar breiðist út tilfinning fyrir málfrelsi. Menn fara óttalaust á vefinn og telja sig geta með þeim hætti náð til miðstjórnarinnar.
Vefurinn í Kína er að því leyti eins og aðrir fjölmiðlar, að hann er samningatæki milli ríkisins og borgaranna. Kínverskir fjölmiðlar hafa aldrei verið álitnir sjálfstæðir af notendum þeirra. Ekkert er raunar hreint og beint í Kína í samskiptum ríkis og nýmiðla.
Morris Jones:
Munu fréttir finnast á YouTube?
Þar sem lítið birtist af nýjum fréttum á YouTube, getum við lært það af málinu, að tækin gera mann ekki að fagmanni.
YouTube, ókeypis vefsvæði fyrir myndskeið, hefur farið sigurför. Það auðveldar fólki að seta skot sín á vefinn. Lítið er þar hins vegar um gæði. Flest er ómerkilegt. Stundum leka þó inn merkileg atriði, sem fela í sér fréttir, t.d. af hervirkjum í Suður-Ameríku.
Sumir setja inn myndskeið af hugmyndafræðilegum ástæðum. Það efni getur líka verið áhugavert, þótt það feli ekki beinlínis í sér fréttir. Þótt menn hafi fengið tækifæri til blaðamennsku, nota menn það ekki. En mikið er um lítið áhugaverða álitsgjafa.
Tækin gera mann ekki að fagmanni. Ýmislegt hindrar YouTube í að verða gósenland frétta. Kannski er aðgengið of auðvelt og gæðin því svo léleg. Getur nokkur nennt að hanga við skjáinn og horfa á endalausar dellur úr háskólaboðum?
Mest af vinsælustu vídeóklippunum eru um grín og gaman. Þar er líka takmörkun á lengd. Svo virðist sem einhverja ritstjórn skorti til að gera efnið áhugavert. YouTube er núna vöruhús, sem virðist marklaust með öllu eins og raunar flest blogg.
Neil Chase:
Vefurinn mataður við vinnslu frétta.
Við New York Times er margmiðlun sagnagerðar ekki lengur bakþanki, heldur orðin hluti blaðamennskunnar
Blaðamenn og ritstjórar, dálkahöfundar og ljósmyndarar eru enn hræddir við tæknina. Það virðist óeðlilegt að hafa “deadline”, dauðastund, oftar en einu sinni á dag. En margir hafa prófað það og finnst það bæta vinnu sína.
Vefútgáfan er fyrsta útgáfan. Hún finnur þráð prentsögunnar. Fyrri útgáfur hjálpa mönnum við að ná fókus og búa til beinagrind, sem síðari útgáfur hvíla í. Það getur líka verið fróðlegt að svara spurningum lesenda á vefnum.
Nýjar aðferðir í blaðamennsku:
* Blaðamenn nota blogg til að koma smáfréttum á framfæri.
* Efni, sem þarf að klippa úr prenti, má birta á vefnum.
* Íþróttalýsingar má birta í rauntíma og búa til samtal við áhugafólk.
Með fleiri birtingarmyndum geta blaðamenn gert vinnu sína dýpri og sagt meira en þeir gátu áður.
Úr þessu verður oft til efni, sem stenst tímans tönn, yfirlit um mál, sem hafa lengi verið í gangi.
En ekki má þvinga blaðamenn, aðeins bjóða þeim þjálfun, hjálp.
Sumt tekur lítinn tíma:
* Talað í kortér við framleiðanda til að undirbúa hljóðrennsli.
* Setið í myndveri stutta stund til að búa til hliðarramma.
* Skrá niður vefslóðir og gera sumar þeirra aðgengilegar.
Sumir blaðamenn hafa með sér stafræn upptökutæki fyrir mynd og hljóð í stað myndbandstækja. Blaðamenn, sem vita mikið um málaflokk, geta risið hærra með hjálp fleiri tegunda fjölmiðlunar. Margir gleðjast, þegar þeir sjá vinsældir frétta sinna á vefnum.
Aukinn tími blaðamanna fer í gagnvirkni gagnvart notendum, í blogg. Ritstjórar og blaðamenn þurfa að vinna saman til að stýra þessu. Stundum þarf að fella niður önnur verkefni á móti. Stundum þarf að læða inn vinnu fyrir vefinn, þegar tími gefst.
Neil Chase:
Vefurinn mataður við vinnslu frétta.
Við New York Times er margmiðlun sagnagerðar ekki lengur bakþanki, heldur orðin hluti blaðamennskunnar
Sjá nánar: Nieman Report, Goodbye Gutenberg, 2006 Fons Tuinistra, Morris Jones, Neil Chase