0844 Wiki

0844

Fréttir 2007-2013
Wiki

Wikipedia var stofnuð af Jimmy Wales árið 2001. Hún hafði 912. 000 notendur árið 2006. Alfræði á vefnum, samin af notendum. Hún er í sífelldri endurnýjun. Menn geta skoðað leiðréttingasöguna, þegar rifist er um, hvað eigi að standa þar. Jafngóð og Britannica.

Wikipedia var á miðju ári 2007 á 250 tungumálum og hafði þá 6,8 milljónir skráðra notenda. 1,8 milljón greinar voru þá í ensku útgáfunni. Fréttir eru settar í Wikipedia, hefur hartnær slátrað Wikinews. Dæmi um einlínu, sem þróaðist upp í grein á einum degi.

Wikipedia er ekki aðeins notuð til uppflettingar eins og Brittanica, heldur til fréttaleitar. Yfirleitt er Wikipedia rétt eða verður rétt eftir meðhöndlun ritstjóra. Dálítið er um skemmdarverk en þau eru yfirleitt leiðrétt. Varnir eru góðar og margir leggjast í gæðaeftirlit.

Í ljós kom, að starfsmenn BBC endursömdu kafla í Wikipedia til að vatna út gagnrýni á BBC og félagslegan rétttrúnað þess. Fleiri aðilar hafa gert þetta, svo sem CIA, Vatíkanið, Verkamannaflokkurinn og British Airways.

Á Wikipedia starfa þúsundir sjálfboðaliða við að búa til alfræði, sem reynslan sýnir, að stendur ekki að baki Britannica. Wikipedia er langstærsta alfræði heimsins og er á ótal tungumálum. Þáttaka sérfróðra um allan heim gerir hana einstæða.

Wikipedia hefur mistekist að stýra innsendu efni. Menn hafa af illgirni sent inn rangt efni, sem hefur vakið athygli. Wikipedia er auðvitað á vinnslustigi og rangt efni er oftast leiðrétt, oft innan fárra mínútna. En fyrirtækið veltir fyrir sér sterkari viðbrögðum.

Eitt helzta einkenni Wikipedia er gegnsæið. Öll saga greinar er sjáanleg, hvað hefur verið strikað út og hverju hefur verið bætt við. Alltaf er vitnað í heimildir og engar sjálfstæðar rannsóknir eru stundaðar.

Takmarkanir hafa alltaf verið á innsendu efni. Sumir hafa af fenginni reynslu meira frelsi en aðrir og aðrir minna frelsi eða ekkert. Umdeildu efni var árið 2005 lokað fyrir öðrum en innsta hring. Það hefur gefist vel og hefur stöðvað mikið rifrildi.

Árið 2006 var í þýsku útgáfunni gerð tilraun með að láta breytingar fara um hendur ritstjóra áður en þær sjást á vefnum. Beinn aðgangur hverfur. Þá spyrja menn, hvort Wiki sé hætt að vera wiki og sé bara orðið eins og hvert annað ritstýrt vefsvæði.

Sérstaða wiki felst í samstarfi almennings um gerð þess. Milliliðir draga úr þessu. Umsjónarmenn Wikipedia verða að finna lausn, sem varðveitir hugmyndafræði wiki. Kannski má hvetja notendur til að leiðrétta meira. Auglýst er eftir hugmyndum.

Wikipedia hefur flókið eftirlitskerfi með nokkrum valdastigum. 1.200 eftirlitsmenn eru á enska bankanum. Þeir eru flestir yngri en 25 ára. Allir koma þeir fram undir dulnefni. Engra frétta er aflað, allt er unnið við skrifborð.

Þegar eitthvað alvarlegt eða mikið gerist á Wikipedia, ryðjast fram eftirlitsmenn til að leiðrétta gabb og skemmdarverk og til að útiloka suma frá vefnum. Fjöldi manna er sífellt á vaktinni við að vernda Wikipedia.

Wikipedia stofnaði Wikia í ársbyrjun 2008. Það er opin leitarvél sem á að keppa beint við Google. Algóriþmarnir eru birtir, svo að allir geta séð, hvernig leitað er. Wiki á að vera alþýðlegri en Google. Skilja milli “Paris” og “Hilton” og “Paris Hilton”.

Google og Wiki eru stórveldin á upplýsingamarkaði heimsins. Þau hafa að hluta tekið við hlutverki hefðbundinna fjölmiðla á því sviði. Fréttafíklar byrja daginn á Google News og Wiki er samdægurs komið með nýjustu fréttir í alfræðina sína.

Hugmyndafræði Wikipedia er kölluð Wiki. Henni hefur verið beitt á ýmsum öðrum sviðum, svo sem sýna vefslóðirnar Wiktionary, Wikiquote, Wikibooks, Wiki–source, Wikimedia Commons, Wikispecies, Wikinews, Wiki–versity, Wikidata, Wikivoyage.

Wikileaks er áreiðanlega orðið þekktasta afbrigðið af Wiki. Var stofnað af Julian Assange til að opinbera leyniskjöl frá nafn–lausum heimildamönnum, svokölluðum flautublásurum (whistleblowers). Hefur síðan 2006 tengst Íslandi sérstaklega.

Wikileaks öðlaðist heimsfrægð 2010, þegar það birti myndskeið af loftárás Apache-þyrlu bandaríska hersins á hóp manna í Írak, þar á meðal blaðamenn. Myndskeiðið varð þekkt undir nafninu: “Collateral Murder” og magnaði andúð fólks á stríðinu.

Sama ár fór Wikileaks að birta bandarísk tölvubréf, fyrst um 77.000 pósta um stríðið í Afgan–istan og síðan nærri 400.000 pósta um stríðið í Írak. Sú birting var í samstarfi við þekkta fjölmiðla, svo sem Guardian, Spiegel og New York Times.

Þetta leiddi til aðgerða Banda–ríkjastjórnar gegn Wikileaks og einkum gegn forvígismanninum, Julian Assange, svo og Bradley Manning, sem talinn var hafa lekið tölvubréfum til Wikileaks. Þær aðgerðir standa enn yfir og ekki séð fyrir endann á þeim.

Samstarf Wikileaks og upphaflegu dagblaðanna fór út um þúfur, en Wikileaks tók þá upp samstarf við aðra fjölmiðla. Ágreiningurinn leiddi líka til klofnings í röðum Wikileaks. Daniel Domscheit-Berg stofnaði hliðstæð samtök, OpenLeaks.

Fleiri stofnanir hafa verið stofnuð með hliðstæð markmið, birtingu leyniskjala. Samanlagt hefur þetta leið til opnunar “reykfylltra bakherbergja”, sem á sér engan líka í sögunni. Fólk veit núna mun meira en áður um, hvað stjórnvöld aðhafast að tjaldabaki.

Wikileaks og Wikipedia eru börn veraldarvefsins, eins og Google og Facebook og Twitter, iPhone og iPad. Á örfáum árum hefur heimurinn nánast gengið af göflunum, ríkisstjórnir hafa fallið og fólk hefur náð aukinni þáttöku í valdakerfum heimsins.