5104
Breyttu persónu þinni
Gildi næringarfræði
Þótt næringarfræðin sé takmörkuð, er hún nauðsynleg öllum þeim, sem þjakaðir eru of ofáti.
* Segir, hversu mikið þú þarft að borða til að halda jöfnu í þyngd og
* Hversu mikið þér sé óhætt að fara niður úr því magni.
Hún segir þér líka, hvaða mataræði sé heilsusamlegt og hversu fjölbreytt það eigi að vera.
* Vísindi næringarfræðinnar geta sagt þér, að flestir matarkúrar brjóta lögmál góðrar heilsu.
Þeir eru sérvizkulegir.
* Takmörk næringarfræði felast síðan í, að hún á erfitt með að viðurkenna fæðu sem fíkniefni, til dæmis sykur.
* Að hún á erfitt með að skilja fíknina.
Skynjar ekki þátt hennar í vanda fólks við að fara eftir fræðunum.
Kaloríur eru kaloríur
* Þú kemst ekki hjá kaloríum.
* Kaloríur eru kaloríur.
* Þær hverfa ekki si svona.
* Ef þú innbyrðir kaloríur, þarf líkaminn að losna við þær aftur.
* Kaloríur eru hitaeiningar, sem mæla orku.
Ef þær koma of margar, hleðst upp geymd orka, fita. Svo einfalt er það.
Engir galdrar duga til að láta kaloríur hverfa.
* Þú þarft að finna jafnvægið og setja þér markmið um að innbyrða aðeins færri kaloríur.
* Því er svo mikilvægt að skilja kaloríubúskap líkamans.
* Að komast upp á lag með að telja innbyrtar kaloríur á hverjum degi.
* Að komast að raun um, hvar þitt persónulega jafnvægi er.
Þar helzt þyngd þín óbreytt.
Breyttu persónu þinni
* Lykillinn að megrun er breytt persóna.
* En þú breytir ekki persónu þinni hér og nú. Það gerist hins vegar á löngum tíma, ef þú ferð í það ferli, sem hér er lýst.
* Smám saman byggir þú upp forsendur fyrir breyttum viðhorfum þínum til matar og mataræðis.
* Slíkt gerist bara á löngum tíma.
Þegar ég fór inn á þessa braut, var ég marga mánuði að finna nýtt jafnvægi í breyttri persónu.
Gefðu þér tvö ár í það.
* Smám saman náði ég hugarró og æðruleysi, sem gerði mér kleift að gleðjast yfir hverjum örsmáum sigri.
* Með hægfara bata á líkama, sál og huga áttu að geta fetað þennan sama veg á þínum eigin hraða.
Ekki reyna að gleypa sólina strax.
Sáraeinfalt í rauninni
* Í þrjú ár léttist ég um eitt kíló á mánuði að meðaltali, samtals um 36 kíló.
* Var vorið 2012 kominn niður í þá þyngd, sem ég stefndi að.
Einföld er ástæðan fyrir því, að megrunin bilaði ekki að þessu sinni.
* Átakið var svo lítið á hverjum degi, að ég fann varla fyrir því.
Með kaloríutalningu komst ég upp á lag með að vera örlítið undir viðhaldsneyzlu.
Kannski hundrað kaloríum á dag undir þyngdarjafnvægi.
* Meira átak þurfti ekki.
* Smám saman vandist ég þessu mataræði og smám saman breyttist persónuleiki minn.
* Ég varð afslappaður, gat farið að notfæra mér samhjálp matarfíkla.
* Ég öðlaðist hugarró, sem flutti mig síðasta spölinn.
Trikkið við aðferðina
* Trikkið við aðferð bókarinnar er, að hún fær líkama, sál og huga í lið með þér.
* Til viðbótar hollum mat, matardagbók og kaloríutalningu þarftu að breyta persónuleikanum.
* Í fyrsta lagi með því að ofbjóða þér ekki með of breyttu mataræði og of mikilli megrun.
* Í öðru lagi með því að dansa ekki kringum vog, heldur leggja áherzlu á breyttan persónu-leika.
Á langri leið grípur þú þannig upp hæfni, sem gerir þér kleift að fara alla leið.
Jafnvel í kjörþyngd.
* Vandinn við offitu er, að hún er ekki sjúkdómur í fitunni, heldur í röngum boðskiptum í heilanum og í brenglaðri persónu.
* Þú þarft að ná þeirri hugarró, sem er nauðsynleg til að ná varanlegum árangri.
Breyttu
persónu
þinni