5109
Kaloríutalning
Kaloríutalning getur byggst á bókinni Næringartöflur eftir Zulema Sullca Porta hjá Matvælarannsóknum í Keldnaholti.
Þar eru töflur um fjölda kaloría í tilteknu magni af ótal tegundum af mat.
50 kaloríur teljast einn punktur.
Hæfileg neyzla fer eftir aldri fólks og læknisfræðilegu mati.
Algengt er, að fólk megi nota 2000 kaloríur á dag, er gera 40 punkta.
Meira magn leiðir til meiri þyngdar.
Þú þarft matarvog til að mæla breytilega vöru eins og ávexti og brauð.
Þegar þú ert búinn að mæla nokkrum sinnum, veiztu hvað hvert epli og hver kleina telur í punktum.
Fljótt lærirðu að telja punkta hvers dags.
Matardagbokin og KeyHabits
Líka er hægt að gerast áskrifandi að Matardagbokin.is eða KeyHabits.is á vefnum.
Þær eru samdar af fagfólki.
Þar eru næringartöflur með upplýsingum um kaloríufjölda algengra skammta af ýmsum mat.
Þú fyllir töflu með upplýsingum um neyzlu þína og tölvan sér um útreikningana.
Þetta er nákvæmari aðferð en handvirka leiðin upp úr prentuðu bókinni, en gefur svipaða niðurstöðu.
Tölvuskráningin þarf ekki að vera seinvirk, því að hún gerir þér kleift að byggja upp skrár yfir algenga matvöru í þinni eigin neyzlu til að stytta þér sporin.
Mánuður hjá Matardagbokin kostaði 1500 krónur á mánuði, þegar þetta var skrifað og árið kostaði 11.900 hjá KeyHabits
Flýtileiðir matardagbókar
Matardagbokin.is og KeyHabits.is fela í sér ýmsar flýtileiðir til að spara bókhaldsvinnu vegna endurtekinna rétta.
Hægt er að setja ýmsar einingar saman í eina línu.
Ég endurtek til dæmis oft morgun-verð með fernu innihaldi.
Verður alls bara ein lína í bókhaldinu.
Sama er að segja um ítrekað hádegisbrauð með fernu innihaldi
og hrásalat-blöndu með sjö tegundum hráefnis, tómötum, gúrku, rauðlauk, fenniku, blaðsalati, ólífuolíu og ediki.
Uppskrift að flóknari réttum verður einnig bara ein lína í bókhaldi.
Tíu línu uppskrift verður að einni línu í skammvali.
Þannig er hægt að sameina fjölbreyttar upplýsingar í einnar línu uppskrift.
Sparar tíma.
Fjölmargar vefsíður
Finnist þér of mikið að borga 1000- 1500 krónur á mánuði, geturðu fundið ókeypis matardagbækur á veraldarvefnum.
Gúglaðu “calorie counter” “food diary” og þú færð margar dagbækur á skjáinn.
Bezt leist mér á FitDay.com/ og prófaði hana um tíma.
Að mörgu leyti er hún flottari en matardagbokin.is, svipuð og KeyHabits.is.
En byggist þó mikið á vörum, sem ekki eru á íslenzkum markaði.
Fyrir þá, sem vilja nota iPhone eru líka til matardagbækur, til dæmis MyFoodDiaryApp.com/, en ég hef ekki prófað hana.
Matardagbók á síma hlýtur að vera þægileg fyrir þá, sem borða á stöðum, þar sem þeir eru ekki með fartölvuna sína við hendina.
Notaðu eitthvað af þessu:
* Matardagbokin.is
* KeyHabits.is
* + Næringartöflur
* Gúglaðu “calorie counter” og “food diary” á vefnum.
Íslenzku matardagbækurnar á vefnum, Matardagbókin og KeyHabits, hafa þann kost að miða við vörur á íslenzkum markaði.
þú erlendar dagbækur verðurðu líka að nota bókina Næringartöflur til að ná íslenzkum matvælum í dæmið.
* Ekki sleppa kaloríutalningu og matardagbók. Þetta er undirstaða skipulegrar þyngdar.
* Matardagbók geturðu líka notað sem matarplan.
Þú skrifar áætlun dagsins inn að morgni og leiðréttir svo að kvöldi í samræmi við reynsluna.
Kaloríutalning
og mataráætlun
eru nauðsynlegar