5117
Sjúkdómurinn
er í hausnum
Tæknin nægir ekki
* Kaloríutalning og matardagbók nægja ekki öllum.
* Þetta eru nauðsynleg atriði en oft ekki nægileg.
* Bara tækni, sem leysir bara tæknilegan vanda.
* Ef vandi þinn er flóknari, þarftu meiri hjálp. Þá þarftu að breyta lífsstíl þínum og meira að segja persónu þinni.
* Til þess þarftu hjálp.
Hana veita alls konar ráðgjafar, sérstaklega þeir, sem eru með hópefli á sínum snærum.
Svo og samtök í hópefli.
Virkasta leiðin til frekari bata er samfélag óvirkra matarfíkla, einkum í tólf spora kerfum.
Þar færðu hjálp, sem gerir þér kleift að breyta persónu þinni á þann hátt, að megrun þín verði létta leiðin ljúfa.
Hjálp er einnig að finna í hugleiðslu, jóga, trú og fleiru.
Sjúkdómurin er í hausnum.
* Oft nægir ekki heldur að skipta út vondum vana fyrir góðan.
* Þú læknast ef til vil ekki af löngu fráhaldi.
* Þú hefur kannski talið kaloríur og haldið matardagbók.
* Þú hefur borðað þrisvar á dag, fengið þér einu sinni á diskinn og ekkert milli mála.
* Þetta kemst upp í vana, en þú ert samt veikur enn.
* Og springur á limminu.
Það stafar af fíkninni.
* Hún læknast ekki frekar af góðum vana en af góðri tækni í fráhaldi.
* Hún er sjúkdómur í hausnum, sem líkist alkóhólisma, spilafíkn, tóbaksfíkn, kynlífsfíkn.
* Flestir, sem ná árangri, taka líka þátt tólf spora kerfi.
Þar nær fólk oft sambandi við sinn æðri mátt.
Samfélag og hópefli
* Til viðbótar við kaloríutalningu og matardagbók þarftu hjálp.
* Þú þarft hópefli til að
borða bara þrisvar á dag,
fá þér bara einu sinni á diskinn og
borða ekki milli mála.
* Sú hjálp finnst í samfélagi óvirkra fíkla og í samhjálparhópum hjá þar til bærum sérfræðingum.
Aldrei er slíkt samfélag eins brýnt eins og á jólunum, þegar vandamálin hvolfast yfir þig.
Segðu oft á dag: “Ég þarf ekki að éta á mig gat, ef ég vil það ekki.”
Farðu líka oft á dag með bænina:
“Gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.”
Sú bæn hefur gefizt fíklum vel.
Staldraðu aðeins við
Stundum verða lítil og einföld atriði til mestrar hjálpar, þegar þú þarft mest á henni að halda.
Vendu þig á að staldra við í hálfa mínútu, þegar fíknin sverfur að.
Spurðu sjálfan þig, hvort einn konfektmoli sé einmitt það, sem þú þarft á að halda akkúrat núna.
* Nægir þér kannski vatnsglas eða kaffibolli?
* Eða væri bezt að skreppa í 10 mínútna göngutúr eða að sökkva þér niður í bók?
Stundum gerir fíkn vart við sig snöggt, en hverfur líka snöggt, þegar þú dreifir huganum annað.
Þú ert þá ekki að gera annað en að staldra við og gefa þér færi á að gera eitthvað annað en að láta undan fíkninni.
Einn moli tekur annan
* Þegar þú situr andspænis konfektmolanum, þarftu að muna, að einn moli tekur annan mola og sá þriðji tekur konfektkassann.
* Þar eru nefnilega hættuleg fíkniefni á ferð.
* Miklu betra er að flýja yfir í vatnsglas eða jafnvel eitt vínber, ef fíknin er illviðráðanleg.
* Mikilvægt er að rjúfa fíknarferlið með einhverju, sem kemur í staðinn fyrir fíkniefnið.
*Rjúfðu fíknarferlið hér og nú, strax.
* Notaðu semsagt andartak aðvífandi fíknar ekki til að tempra magn fíkniefnisins, heldur til að fara yfir í aðra sálma.
* Þetta er það, sem margir óvirkir alkóhólistar gera með árangri.
* Og reynslan sýnir, að það getur líka hentað matarfíklum.
Sjúkdómurinn
er í hausnum