5118
Tap og sigur
Fíknin kemur og fer
Margir, sem hafa hætt að reykja, muna eftir, hvernig fíknin læddist snöggt að þeim.
* Hvernig þeir voru komnir með sígarettupakka í hendina, nánast án þess að vita af því.
* Aðstæður voru kannski slíkar, að gömul hefð var fyrir smók.
Til dæmis með kaffibollanum.
* Mín reynsla var raunar sú, að á vissum tímum helltist yfir mig tóbakslöngun, nánast óviðráðanleg.
* En hún stóð ætíð stutt.
* Ef ég fór að gera annað, hvarf fíknin á stuttum tíma, stundum bara eftir nokkrar sekúndur.
* Matarfíkn minnir stundum á tóbaksfíkn á þennan hátt.
* Freistingarnar koma snöggt og fara jafn snöggt aftur, ef þú hafnar þeim.
Orrusta – ekki heilt stríð
Á jólum er þrautaráð að taka tapaðri orrustu sem aðeins einni orrustu, ekki heilu stríði.
* Þú mátt ekki gefast upp, þótt dagurinn hafi farið hátt yfir ráðlagðan dagskammt.
* Á morgun kemur nýr dagur með nýrri orrustu, sem þú getur unnið.
Og síðan koma nýir dagar, hver á fætur öðrum.
* Þú getur unnið stríðið að lokum, þótt ein orrusta tapist.
Um er að gera að missa ekki móðinn, þótt einn dagur fari forgörðum.
Sumir láta mótlætið hvolfast yfir sig og gefast hreinlega upp.
Aðrir láta það efla sig til dáða.
*Þú vilt vera í sigurliðinu og lætur hverjum nýjum degi nægja sína orrustu við fíknina.
Fleygðu afgöngunum
* Jólastríðið verður bærilegra, séu freistingarnar ekki alltaf til sýnis.
* Forðastu að birgja heimilið af smákökum og konfekti.
* Sífellt nart í slíkt nammi við-heldur virkri fíkn og skaðar batann.
* Betra er að fleygja afgöngum af slíku tagi og taka í staðinn upp eðlilegt hversdagslíf strax eftir jól.
* Því fyrr, sem þú kemst úr spennitreyju ofáts og síáts, þeim mun meiri líkur eru á, að þú rennir aftur inn í batann.
* Skipulegðu jólin með því að áætla, hvað þú hyggst leyfa þér mikið svigrúm í
vondu mataræði,
ofáti á máltíðum og
síáti milli mála.
* Og alls ekki framlengja þetta svigrúm þitt fram á nýtt ár.
Gulrót frekar en konfekt
* Þér finnst þú stundum ekki komast hjá því að narta í hluti á stórhátíðum.
* Þá er margt betur til þess fallið en smákökur og konfekt, sem magna fíknina.
* Prófaðu að narta í epli eða tómat.
Eða aðra ferskvöru, sem gefur betra bragð en sætindin.
* Lífrænt ræktaðar gulrætur og harðfiskur eru annað snarl, er hentar þér betur en nammið, sem framkallar meiri svengd.
* Snarl milli mála er í sjálfu sér skaðlegt bata þínum, en hollt snarl er þó skárra en óhollt.
* Og bættur væri skaðinn, þótt allar smákökur og allt konfekt hyrfi beinlínis úr lífi þínu.
* Enn betra væri, að allt snarl milli mála hyrfi úr lífi þínu.
Önnur frávik – nýjar orrustur
Ég hef gerzt nokkuð langorður um jólin, enda eru þau stærsta freisting, sem rekur á fjörur matarfíkla. Varnaðarorðin gilda líka um önnur frávik frá hversdagsleikanum, ferm-ingar, brúðkaup, erfidrykkjur, páska.
Öll slík frávik kalla á skipulag og aga.
* Viltu gefa fíklinum í þér svigrúm og hversu mikið má það þá vera?
* Ef þú ert raunverulegur matarfíkill er bezt að segja alveg skilið við tertur og smákökur, gos og konfekt.
* Að öðrum kosti ertu sífellt að heyja nýjar orrustur, sem geta farið á ýmsa vegu.
* Sá, sem strikar yfir gikkfæðu, sem æsir svengd, þarf ekki að heyja þessi endurteknu stríð.
* Hann er einfaldlega frelsaður, hefur öðlazt hugarró.
Tap í orrustum og
sigur í styrjöldinni