5122 Fjölbreytt hjálp

5122

Hjálpin er fjölbreytt

Tvær góðar stofnanir
Ég hef meira eða minna staðið í átökum við matarfíkn í nærri hálfa öld.
Mér hefur oft gengið vel um skeið, en hef samt haft tilhneigingu til að þyngjast með árunum.

Ein formúlan segir, að karlar freist-ist til að þyngjast um eitt kíló á ári eftir fertugt.
Ef ekkert er að gert.
Ég þyngdist svona, ekki jafnt og þétt, heldur í stökkum.
* Fyrir nokkrum árum var ég kominn í 125 kíló og stefndi hraðbyri í alvarlega sjúkdóma.

* Þá fór ég á Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði.
* Þar missti ég átta kíló og hélt þeim ávinningi.
* Tveimur árum síðar fór ég á Reykjalund eftir hjartaaðgerð og náði mér enn frekar.

Frjáls af fíkninni
Hælið í Hveragerði og Reykjalundur eru gagnlegar stofnanir, sem hjálpuðu mér til bata.
Þær fylgja þó læknisfræðilegum og næringarfræðilegum reglum og eru takmarkaðar sem slíkar.

* Þær leggja áherzlu á hollt fæði og aðhald í kaloríum.
* Til viðbótar þarftu að taka þátt í einhverju samfélagi um hugarró.
* Þar lærir þú að forðast ákveðin matvæli og ákveðna svengdarauka.
* Og þar lærir þú að líta á vanda þinn sem fíkn.

* Oftast nægja ofætum ekki vísindin, heldur verða til viðbótar að hlíta ráðum þeirra, sem hafa með árangri náð að hafa hemil á fíknum sínum.
* Markmið þitt hlýtur að felast í að verða frjáls af fíkninni.

Mæli með þeim báðum
* Ég mæli með báðum þessum stofnunum af eigin reynslu, HNLFÍ í Hveragerði og Reykjalundi, þótt ég dveldist á Reykjalundi af annarri ástæðu en ofþyngd.

* Á Heilsustofnun NLFÍ í Hvera-gerði vandist ég hollum og góðum mat, sem varð mér til fyrirmyndar í eigin matreiðslu heima.
* Matarstefnan þar er í frábæru sam-ræmi við það, sem bezt er vitað um mat á hverjum tíma.
Faglegt aðhald er þó minna þar en á Reykjalundi.

* Offitudeildin á Reykjalundi leggur áherzlu á kaloríutalningu og matardagbók.
* Sérfræðingar eru þar, sem fylgjast grannt með ferli sjúklinga gegnum kerfið og framvindu bata.
En maturinn þar er varla eins hollur og bragðgóður og sá í Hveragerði.

Aðstoð er sjálfshjálp
Tólf spora kerfið kenndi mér, að góð leið til bata er að hjálpa öðrum við að ná árangri.
Mér finnst ég hafa á löngum tíma náð vitund um leiðir til að halda mér frá ofáti.

* Ég tel líka, að það sem ég hef lesið um matarfíkn, sé margt gott, en eigi að síður ófullnægjandi.
* Yfirleitt skortir heildarmynd vandans.
* Höfundarnir líta á nokkrar eða margar hliðar hans, en hafa ekki næga yfirsýn til að koma að gagni.

* Þessari röð fyrirlestra um megrun er ætlað að hafa þá yfirsýn.
* Aftast er í bókinni skrá yfir bækur, sem koma að gagni á einstökum sviðum baráttunnar gegn matarfíkn.
* Um leið efli ég eigin sjálfshjálp með bókinni.

Dagbækur á vefnum
Eftir dvölina á Reykjalundi fór ég að nota vefina Matardagbokin.is og KeyHabits.is.
Þær reka þjónustu fyrir fólk, sem vill komast í form.
Þar eru aðgengilegar matardagbækur, sem fólk fyllir út frá degi til dags.

Hjá KeyHabits fær fólk einnig þjónustu sérfræðinga, fær þar ráð og leiðbeiningar, gegn gjaldi.
Upprunalega varð Key Habits til vegna þjónustu við afreksfólk í íþróttum, en starfar nú ekki síður í þágu almennings.

Þetta var leið mín: OA-> HNLFÍ->Reykjalundur->Matardagbókin-> KeyHabits.
Eftir þessa hringferð um kostina í stöðunni er stefna mín ljós:
Hægfara bati án átaks, erfiðislaus, létta leiðin ljúfa.
Allar götur síðan hef ég notað matardagbók

Hjálpin
er
fjölbreytt