5132
Farðu af hnefanum
Að fara af hnefanum
Það er að vera á hnefanum, þegar þú reynir að megrast án þess að breyta persónunni.
* Með kaloríutalningu og matardagbók og
* með því að borða þrisvar á dag, fá þér ekki aftur á diskinn og ekki neitt milli mála.
* Til viðbótar vantar þig stuðning í hópefli annarra matarfíkla, sem á að geta leitt til breytingar á persónuleika þínum.
* Þú þarft að gefast endanlega upp á einleiknum.
Þá loksins ferðu af hnefanum inn á léttu leiðina ljúfu.
* Þá smella allir þættir þessa kerfis saman, lífsspekin eins og vísindin.
* Þú öðlast hugarró og hættir að lifa í eilífu stríði við óviðráðan-lega fíkn.
* Það er traustara og betra en að vera taugaveiklaður á hnefanum.
Hnefinn nær of skammt
Að vera á hnefanum getur verið svo gott, sem hann nær.
Margir geta verið á hnefanum nokkrar vikur, nokkra mánuði eða jafnvel nokkur ár.
Við sjáum það af hinum mörgu kúrum, sem fólk prófar gjarna.
* Ef ekki væri annað en hnefinn í boði í þessari röð fyrirlestra, væri hún bara enn einn kúrinn til viðbótar við hina þúsund.
* Því kenni ég ekki bara aga í mataræði, í matmálstímum, í matarmagni, í að þreyja milli mála, í að forðast fíkniefni í mat.
* Aginn nægir oft ekki nema að vissu marki og þá springur fólk á limminu.
Hvað eftir annað.
* Þess vegna þarf ég að minna á, að þetta snýst ekki bara um hnefann, heldur breyttan persónuleika.
* Um léttu leiðina ljúfu.
Þú þarft ekki að sigra
*Þú þarft ekki að sækjast eftir að sigrast á vandanum.
* Notar að vísu aga til að hjálpa þér á leiðinni.
Þú notar ýmsar gagnlegar reglur, þótt þú vitir, að þær duga þér ekki alla leið
* Sækstu miklu frekar eftir, að vandinn hverfi eins og af sjálfu sér.
* Það er létta leiðin ljúfa.
* Hún felst í að breyta persónu þinni eða hliðra henni til á þann hátt, að matur hætti að vera fíkniefni fyrir hana.
* Á lokastigi málsins öðlast þú hugarró og hlutleysið gagnvart mat, sem henni fylgir.
* Þetta er svipað og kennt er í jóga.
* Eins og æðri máttur taki frá þér þessa sífelldu svengd og græðgi matarfíkilsins.
Breið sókn til bata
Þú sækir fram á nokkrum vígstöðvum í senn.
* Með góðri tækni, sem felst í góðu bókhaldi og einföldum forskriftum.
* Með því að forðast svengdaraukandi efni í fæðunni, svo sem viðbættan sykur.
* Með því að láta góðan vana leysa vondan vana af hólmi.
* Einkum þó og sér í lagi þarftu þó að breyta persónu þinni á þann hátt, að fíknin hjaðni.
* Tólf spora kerfið er leið að því markmiði.
* Í tólf spora kerfinu öðlast margir andlega vakningu, sem leiðir til, að öll spenna hverfur og þeir öðlast hlutleysi gagnvart mat.
* Þeir geta látið hann eiga sig, ef þeir vilja láta hann eiga sig.
* Venjulega gerist þetta á síðari stigum ferilsins.
Flókið og einfalt í senn
* Í batanum breytist persóna þín í samskiptum við óvirka fíkla og í auknum innra friði þínum.
* Þú dregur úr brestum þínum á borð við hroka og yfirlæti.
* Viðurkennir vanmátt þinn gagnvart mat og biður samfélag óvirkra fíkla um aðstoð við að leiða þig til betra lífs.
* Þetta getur í senn verið flókið og einfalt.
Lausnin felst ekki endilega í að skilja leiðina, heldur fremur að skynja hana.
* Heimskinginn finnur stundum leiðina, þótt vitringurinn geri það ekki.
* Finnur, að lífið er röð erfiðleika, sem fela í sér bæði þjáningu og gleði.
*Hann fer í uppgjör við sjálfan sig, en vitringurinn ekki.
Farðu af hnefanum