5136
Sykur – hveiti – fita
Fyrirlestrar fyrir hverja?
Aðferðirnar, sem hér er lýst, gagnast mörgum.
Sumar vilja létta sig um 5 kíló til að komast í áramótakjólinn, sumir þurfa að léttast um fimmtíu kíló til að losna við ýmsa sjúkdóma, sem fylgja of mikilli þyngd.
* Sumir hafa áhuga á næringu eða hreyfingu, aðrir ekki.
* Sumir eiga við léttvægan vanda að stríða, aðrir þurfa að taka á vandanum sem óviðráðanlegri fíkn.
* Sumt miðaldra fólk virðist þyngjast sjálfkrafa um eitt kíló á ári.
* Aðferð mín er að taka erfiðið út úr megruninni með því að breyta lífsstíl, öðlast hugarró og ná árangri án átaks.
* Fara léttu og ljúfu leiðina, fara rólega í málið, forðast bakslag og uppgjöf.
Sykur, hveiti, smjör
Þrír flokkar matarfíkna eru tíðastir.
* Fremstur fer þar sykur,
* síðan kemur hveiti og sterkja og
* í þriðja sæti er fita.
Ekki vísindaleg skilgreining, heldur byggð á upplýsingum ýmissa og ólíkra matarfíkla.
Hjá sumum eru sætindin erfiðust, hjá öðrum brauðið, pastað og pítsan, og hjá öðrum er það smjör og fita og olía.
Hver þessara þriggja flokka getur verið öðruvísi samsettur hjá þér en hjá þeim, sem er við hliðina á þér.
Og svo geta verið fíknir í annan mat en þetta þrennt.
En mikilvægast er að skilgreina, hvar vandamál þitt liggur.
Sú vinna auðveldar mjög batann, sem framundan er.
Sykurfíknirnar
Svaraðu þessum spurningum heiðarlega:
* Hugsar þú um sætindi oft á dag?
* Er ímynd um eitthvert nammi fast í huga þér?
* Veiztu, hvar sætindi eru í húsinu, kexpakkinn, konfektkassinn, sykurpakkinn?
* Þegar nýr konfektkassi kemur í hús, hugsar þú þá um hann, þangað til hann hefur klárast?
* Veiztu nákvæmlega, hversu mikið er eftir í hverjum kassa?
* Felurðu umbúðir, svo að ekki sjáist, hvað þú hefur étið?
* Reynirðu að fá fólk burt úr húsi til að geta lagzt upp í sófa með namm?
* Færð þú þér oft ábót af eftirréttum í boðinu?
* Áttu erfitt með að hætta, þegar þú ert byrjaður?
* Eru sætindi stór liður í dagsneyzlu þinni?
Hveitifíknirnar
Svaraðu þessum spurningum heiðarlega:
* Færðu stundum snögga löngun í kökur, kex, hvítlauksbrauð, pítsu?
* Ferðu langar leiðir til að ná í sumt brauð eða kökur?
* Hefurðu fastar reglur, til dæmis um að fá þér möffins eftir hádegi á laugardegi eða smjördeigshorn á sunnudagsmorgni?
* Eru brauð, pasta, pítsur stór þáttur í daglegri fæðu þinni?
* Ef þú átt kost á túnfisksamloku eða túnfisksalati, velurðu þá hiklaust samlokuna?
* Er hamborgari án brauðs ekki til í myndinni?
* Færðu þér kex í snarl, þótt gulrót sé í kæliskápnum?
* Ertu pirraður, þegar einhver annar tekur síðustu brauðsneiðina af diskinum?
Fitufíknirnar
Svaraðu þessum spurningum heiðarlega:
* Er bökuð kartafla bara grunnur fyrir stóra smjörklípu eða sýrðan rjóma?
* Finnst þér óhugsandi, að brauð sé borðað án smjörs?
* Ef minnst er á tertusneið, sérð þú þá fyrir þér þeyttan rjóma?
* Er ídýfan það, sem skiptir máli í snarlinu?
* Finnst þér munurinn á steiktum fiski og bökuðum fiski vera eins og munurinn á litasjónvarpi og svarthvítu?
* Ef poppkornið er búið í bíóinu, siturðu þá í salnum og hugsar um poppkorn meðan myndin er sýnd?
* Er kvöldið eyðilagt, ef poppkornsvélin er biluð?
Ef þú svarar spurningunum heiðarlega, veiztu hvort þú ert haldinn þessari fíkn.
Sykur Hveiti Fita