5140 Sæluefni í heilanum

5140

Sæluefni í heilanum

Lögregla heilans bregst
Heilinn er bústaður fíknarinnar.
* Taugaboð heilans virka ekki rétt.
* Þar er truflun í gangi og skilaboðin verða röng.
* Í stað þess að segja þér, að þú sért saddur, ertu áfram svangur eftir mat.

* Þú notar mat til að þrýsta fram taugaboðum um vellíðan.
* Í taugaboðum þessum eru efnasambönd á borð við endorfín og serotonín, sem eiga að framkalla vellíðan þína, en gera það tregar hjá fíklum en öðrum.

* Fíknin stafar ekki af ræfildómi þínum eða aumingjaskap, heldur af göllum í starfi líkamans.
* Átfíklar verða að höndla líf sitt án þess að fá um það eðlileg skilaboð frá lögregluliði heilans.

Sæluefnið serotonín
Boðefnið serotonín í heilanum slakar þér, lætur ró og frið færast yfir þig og dregur úr áhyggjum.
Tilgangur þess í líkamanum er að segja þér, hvenær þér líður vel og að þegar svo sé komið, sé komið nóg.

* Þessi virkni truflast hjá mörgum eða er trufluð frá fæðingu.
* Ef serotonín virkar illa í líkama þínum, verður þú órólegur og vilt fá ró með öðrum hætti.
* Þú finnur, að sætindi hafa sömu áhrif, þau róa þig.

* Þú venur þig á að fá þér sætindi.
* Þau virka fyrst en síðan þarftu meira og meira til að fá sömu áhrif.
* Þau verða að fíkn.
* Þetta ferli er nokkurn veginn eins og hjá áfengissjúklingum.

Sæluefnið endorfín
Boðefnin endorfín minnka sársauka þinn og láta þér líða vel.
Tilgangurinn er svipaður og hjá serotonín.
Þau segja þér, hvenær þér líður vel og hvenær sé komið nóg.

Þessi virkni truflast hjá mörgum eða er trufluð frá fæðingu.
Þegar það gerist, verður þú órólegur og vilt fá vellíðan með öðrum hætti.
Þú leitar jafngildis þess í því, sem þú leggur þér til munns.
Þú finnur til dæmis, að sætindi framkalla svipaða sælu.

* Þú venur þig á að fá þér sætindi.
* Þau virka fyrst, en síðan þarftu meira og meira til að fá sömu áhrif.
* Þau verða að fíkn.
* Þetta ferli er nokkurn veginn eins og hjá áfengissjúklingum.

Röng taugaboð í heila
Venjulegt fólk spyr:
Hann, sem er svona feitur, af hverju minnkar hann ekki átið?
Gallinn við það er, að boðefnin í heilanum á honum virka ekki eins og þau eiga að gera.

Þau bremsa ekki átið og segja ekki: Nú er komið nóg.
Ef til vill er ekki framleitt nóg serotonín fyrir heilann.
Ef til vill flyzt serotonín ekki nógu greitt milli taugafruma.
Kannski er þetta að einhverju leyti arfgengur vandi,

Vandinn magnast í nútímanum, þegar fólk hefur nóg að bíta og brenna.
Vísindin munu sennilega í fyllingu tímans leiða í ljós, hvernig taugaboð fíkla eru öðruvísi en annarra.
En við höfum ekki tíma til að bíða.

Insúlínsveiflurnar
* Vandinn getur verið þessi: Þú hefur of lítið serotonín.
* Það veldur þjáningu. Líkaminn kallar á kolvetni til að laga stöðuna.
* Sykurneyzla eykur insúlín í blóðinu og safnar upp amínósýrum.

* Framleiðsla á serotonín eykst við það og þér líður skár en áður.
* Þessi áhrif hverfa fljótt og þú þarft að keyra ferlið af stað að nýju.
* Úr verður vítahringur sífelldrar neyzlu.

* Þetta eru því miður engin vísindi, bara tilgáta, sem er eins líkleg og hver önnur.
* Niðurstaða ferilsins er, að ekkert segir þér að hætta að borða.
* Þvert á móti kallar líkaminn á sífellt meira gos, sætindi, kökur og hvers konar sykur.

Sæluefni
í heilanum