5149
Einn dagur í einu
Hægt aukin hreyfing
* Um hreyfinguna er það sama að segja og um matinn.
* Þú byrjar hægt og bætir smám saman í.
* Tuttugu mínútna ganga þrisvar í viku er nóg til að byrja með.
* Síðan eykurðu tímann og fjölgar skiptunum smám saman.
* Eftir hálft ár ertu kominn upp í klukkutíma gang fimm sinnum í viku.
* Eða sambærilega þrekþjálfun á líkamsræktarstöð.
Það er sú hreyfing sem fólki almennt er ráðlögð, ekki bara matarfíklum.
Veldu þér hreyfingu, sem þér líkar vel við, sund, göngu, golf, hjólreiðar.
Tækin í ræktinni gefa meiri þjálfun á styttri tíma, þar nægir hálftími á dag.
En sú hreyfing er sumum leiðigjörn.
Skrykkjóttur ferill
* Minn ferill til bata hófst með bættu mataræði.
* Síðan kom aukin hreyfing.
* Í þriðja lagi komu ýmsar reglur um fráhald, en hvorki matarplan né -dagbók.
* Um leið kom misheppnuð tilraun til að breyta persónu minni.
* Síðan komu svo mataráætlun og matardagbók haustið 2011.
* Í ársbyrjun 2012 kom svo önnur atrenna að bættri persónu og þá gekk dæmið loksins upp.
* Frá mínum sjónarhóli voru öll þessi atriði nauðsynlegir þættir í batanum, en ekki nægilegir.
* Ég þurfti að gera rökfræðilegan greinarmun á nauðsynlegum og nægilegum þætti.
* Mér þykir líklegt, að sama gildi um flesta, sem vilja varanlegan bata.
Nauðsyn nægir ekki
Fráhald, sem felst í takmörkuðum fjölda máltíða á dag, fá sér einu sinni á diskinn og ekkert milli mála var batanum nauðsynlegt, en ekki nægilegt.
* Gott mataræði var batanum nauðsynlegt, en ekki nægilegt.
* Mikil hreyfing var batanum nauðsynleg, en ekki nægileg.
* Dagleg mataráætlun og dagleg matardagbók voru batanum nauðsynleg, en ekki nægileg.
* Virk aðild að tólf spora samtökum um varanlegan bata í formi breyttrar persónu var batanum nauðsynleg, en ekki nægileg.
* Þegar allt þetta kom loksins saman í eina heild, var takmarkinu náð.
Ég fékk frið fyrir fíkninni, öðlaðist hugarró, sem kom mér af hnefanum.
Einn dagur í einu
* Matarfíkn er ekki afgreidd í eitt skipti fyrir öll fremur en önnur fíkn.
* Þegar þú ert kominn í fráhald, ert orðinn óvirkur, þarftu að viðhalda hinu nýja ástandi.
* Það gerist ekki af sjálfu sér.
* Vonandi færðu stuðning af betri líðan, lægri tölum á baðvoginni og af hvatningu annarra, sem eru á svipaðri vegferð.
Þú verður að segja á hverjum morgni:
Í dag verð ég án matarfíknar minnar.
* Einn dag í einu.
Meira ræður þú ekki við.
Síðan leggjast dagarnir hver við annan.
Ómeðvitað lagar þú persónu þína að nýju og betra lífi.
* En fíknin er alltaf handan við hornið og bíður færist að ryðjast inn aftur.
Endimörk sjálfsblekkingar
Oft er fólk hrætt við að taka þátt í OA.
Reynir af fremsta megni að telja sér trú um, að ofát þess sé ekki fíkn.
Það lærir að telja kaloríur og kann að halda heiðarlega matardagbók.
* Það reynir að borða bara þrisvar á dag og fá sér bara einu sinni á diskinn.
* Samt mistekst að halda lystinni í skefjum.
kemur að þeim krossgötum, að þú verður að viðurkenna fíknina og gera ráðstafanir í samræmi við það.
* Þú verður hreinlega að strika út fæðu, sem gerir þér ekki gott.
* Einkum þarftu að strika út fæðu, sem magnar svengd þína.
* Þar eru viðbættur sykur, fínmalað hveiti og fita oftast efst á blaði.
Einn dagur í einu