5151
Lífsreglurnar sex
Eftirsókn eftir vindi
* Þegar hugur þinn er orðinn laus við alla fíkn, ertu laus við alla eftirsókn eftir vindi.
* Þú horfir ekki einu sinni á fíknir úr fjarlægð.
Þú hugsar ekki lengur um sjálfan þig og vandamál þín.
* Þú veizt, að þú ert ekki miðja alheimsins og þú veizt, að vandamálin eru bara ímyndun, byggð á sjálfmiðjun.
* Þú hugsar ekki lengur um, hvað öðrum finnst um þig og ekki einu sinn um, hvað þú sjálfur hugsar um þig.
* Í stað sjálfmiðjunar ertu opinn gagnvart öllum umheiminum.
Í þannig ástandi öðlast þú endanlegan frið fyrir fíknum.
* Ert orðinn eins og skíðamaður, sem svigar brekkuna átaka- og erfiðislaust.
Ef þú sjálfur vilt
* Óvirkur fíkill tekur sjálfur ábyrgð á lífi sínu.
* Þú endurreisir ábyrgð þína eftir tímabil niðurlægingar í fíkn þinni.
* Þú veizt, að þú þarft ekki að éta á þig gat, ef þú vilt það ekki.
* Þú þarft raunar ekki að falla fyrir neinni fíkn, ef þú vilt það ekki.
* Þú ert orðinn hlutlaus gagnvart þinni fíkn og öllum fíknum yfirleitt.
* Þú framkvæmir eigin vilja þinn, en lýtur ekki neinu banni við fíkn.
* Þú hefur öðlast ægimátt Mohatas Gandhi.
* Þú hættir að hafa áhyggjur af fíkn. Hún kemur þér ekki lengur við.
* Þú hefur öðlast ævilangt frelsi.
* Þú ert loksins kominn á léttu leiðina ljúfu frá öllum fíknum.
Fáar og einfaldar reglur
Þér kann að finnast margar og flóknar reglur um léttu leiðina ljúfu.
Því skulum við einfalda þetta í lokin:
* Lærðu að halda heiðarlega matardagbók og láttu hana bremsa sukk.
* Borðaðu þrisvar á dag og ekkert milli mála.
* Fáðu þér ekki aftur á diskinn.
* Forðastu viðbættan sykur, hvítt hveiti og fitu.
* Farðu rólega í allar tegundir sykurs, allar tegundir mjöls og allar tegundir fitu.
* Vertu í samfélagi við aðra með svipuð vandamál, á fundum OA, GSA eða FA.
Þetta eru fáar reglur, en eiga að fara langt með að halda þér við efnið.
* Og þú þarft að vera meðvitaður á hverjum degi.
* Taktu einn dag í einu.
Ég er matarfíkill
Ég er matarfíkill. Hef ekki stjórn á mataræðinu.
Gat áður látið poka af vondum kleinum hverfa ofan í mig á einni ferð austur fyrir fjall.
Þar komu 2500 kaloríur takk.
Meira en heill dagskammtur af leyfilegri orku.
Og fór síðan í kvöldmat. Algert stjórnleysi.
Fyrir því hef ég fimmtíu ára reynslu. Því þarf ég að passa mig.
* Ég geri það í fyrsta lagi með því að nota matardagbók, sem reynslan hefur gert nákvæma.
* Ég geri það í öðru lagi með því að fara á fundi í OA og hitta fólk með hliðstæð vandamál.
Þannig held ég heilsunni í lagi.
En ég er samt alltaf sami matarfíkillinn, sem þarf ævinlega að passa sig.
Lífsreglurnar sex
1. Haltu nákvæma matardagbók og borðaðu ráðlagðan dagskammt af kaloríum.
2. Borðaðu á matartímum, fáðu þér einu sinni á diskinn og ekkert milli mála.
3. Forðastu matvæli með viðbættum sykri, fínmöluðu hveiti, sterkju og fitu.
4. Forðastu matvæli, sem magna svengd þína, þau eru fíkniefni.
5. Starfaðu í samfélagi óvirkra matarfíkla, í OA, GSA eða FAA.6.
6. Haltu ró þinni og gleði þinni.
Tvær fyrstu reglurnar eru viðurkenndar í næringarfræði.
Fjórar hinar síðari eru byggðar á reynslu fólks, sem hefur náð árangri og þjónar ekki lengur fíkn sinni.
* Þú þarft ekki að éta á þig gat, ef þú vilt það ekki.
Lífsreglurnar eru bara sex