Nanna Rögnvaldsdóttir er mesti sérfræðingur okkar. Skrifar um mat, skrifaði Matarást. Eitt magnaðasta sérfræðirit á íslenzku. Og sennilega eitt það þyngsta í kílóavís. Á stærsta matreiðslubókasafnið með bókum um afskekkta matreiðslu. Kann líka að skrifa vinsælt, eins og sést á nannar.blogspot.com á vinsældalista blog.gattin.is. Sú tíunda í röðinni. Samt er hún ekki ritstjóri Gestgjafans. Þar ætti hún heima, af hverju er hún ekki þar? Er ekki meira vit í, að Gestgjafinn fjalli um mat, heldur en um innlit hjá frægu fólki. Sem er frægt fyrir að vera frægt eða frægt fyrir annað en mat.