Nató á erfitt með spunakarla

Fjölmiðlun

Nató gamli hefur ýmsa reynslu af spunakörlum. Eitthvað bjátar á þar núna, því að fenginn hefur verið spunakarl frá Kók til bjargar, Michael Stopford. Frægasti spunakarlinn var Jamie Shea, er laug fyrir Nató í Kosovo-stríðinu. Alþjóðasamband ristjóra gaf út heila bók, þar sem Shea var í aðalhlutverki. Bókin hét “The Kosovo news & propaganda war”. Samkvæmt henni sagði Shea aldrei satt orð. Hann rægði þá blaðamenn, sem sögðu satt frá stríðinu. Shea þessi er brezkur og nýtur nú hvíldar á elliheimili Nató gamla í Bruxelles. Vonandi verður ekki skrifuð sérstök bók um kók-spunakarlinn Stopford.