Nató er leppur

Punktar

Leppur Bandaríkjanna í heimsyfirráðum þeirra er Atlantshafsbandalagið. Það seilist æ víðar til stríðs utan Evrópu, hefur til dæmis tekið við hernaði á stórum svæðum í Afganistan og veltir fyrir sér aðild að stríðinu gegn Írak. Almennt má segja, að meginhlutverk bandalagsins verði að hreinsa til eftir árásir Bandaríkjanna. Að mestu er horfið hlutverk þess að gæta friðar í Evrópu. Í staðinn sogast ríki þess inn hernám og ofbeldi í þriðja heiminum, þar á meðal svonefnd friðargæzlusveit frá Íslandi. Við eigum hins vegar að forðast þetta bandalag eins og heitan eldinn.