Atlantshafsbandalagið er tímaskekkja að sögn Robert A. Levine í International Herald Tribune. Eftir lát Sovétríkjanna sé öryggi Evrópu ekki lengur ógnað og bandalagið eigi erfitt með að finna sér nýtt hlutverk. Það hafi verið síðbúið til aðgerða á Balkanskaga á síðasta áratugi síðustu aldar. Það sé illa í stakk búið til að fást við hryðjuverk, vandamál nýrrar aldar. Bandalagið hafi ekki lengur neitt hernaðarlegt gildi. Framvegis verði það skriffinnskustofnun og málþing.