Nató er úr fókus

Punktar

Nató var upphaflega stofnað til að stöðva yfirgang Sovétríkjanna í Evrópu. Var bandalag Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu, kennt við Atlantshafið. Eftir lok kalda stríðsins er hlutverk þess breytt. Bandaríkin þrýsta því að taka þátt í hernaði í öðrum álfum, einkum í Suðvestur-Asíu og Norður-Afríku. Stríð Bandaríkjanna hafa verið samfellt fát á þessum svæðum heimsins. Ég sé ekki neinn tilgang Evrópu að taka þátt í harmleiknum, sem þessi stríð hafa verið og eru enn. Sýrland og Írak og Jemen eru samfelld rúst. Bandaríkin halla sér einkum að mestu vandræðaríkjum svæðisins, Ísrael og Sádi-Arabíu. Nató þarf að losa sig frá þessu ofur-klúðri.