Einkennilegt er, hversu langt og langvinnt landsfeður treysta sér til að vinna þvert gegn eindregnum vilja almennings. Nató er dæmi um stofnun, sem hagar sér eins og kjósendur í Evrópu séu ekki til. Ýmis verkefni þess eru óvenjulega hötuð, svo sem hernám Afganistans og stuðningur við heimsveldi Bandaríkjanna. Að auki lifir Nató í eigin heimi, langt frá veruleika kjósenda. Þegar Geir H. Haarde fór síðast á fund til Nató, var honum talin trú um, að staðan væri fín og batnandi í Afganistan. Allir fjölmiðlar vita, að ástandið þar er skelfilegt og sífellt versnandi. Undir stjórn Nató.