Nató sagt óþarft

Punktar

Vandræðin í Nató halda áfram. Nú hefur Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, sent bréf, sem lesið var upp á öryggisfundi í München. Gestir hennar túlkuðu bréfið svo, að hann telji Nató að verða óþarft. Í bréfinu segir hann: “Nató er ekki lengur aðalvettvangur umræðna og samræmingar á stefnumörkun milli Atlantshafsríkja. Þessi orð koma á viðkvæmum tíma, því að Bandaríkjastjórn hefur síðustu vikur reynt að róa öldur, sem hófust, þegar hún vildi ráðast á Írak. Þýzkaland ítrekaði um helgina, að það mundi ekki senda þangað herþjálfara. Judy Dempsey skrifar um þetta í IHT.