Gömlu NATO-vinir landsins rugluðust, þegar Bandaríkin yfirgáfu skerið. Þeir hafa nú snúið við blaðinu. Eru nú í liði með forseta vorum, sem hampar Kína, nýju Sovétríkjunum og makríl-ríkjunum við Íslandshaf. Styrmir segir Evrópu hafa „ákveðið að ofveiða makríl til að hefna harma á Íslendingum“. Fyrir hvaða harma? Dómgreind fyrrverandi NATO-vina er horfin út í buskann, þeir veina bara. Ísland hefur aldrei haft burði til að valda Evrópu harmi. Ástin á Kína og nýju Sovétríkjunum, ruglið um norðurslóðir og hatrið á flestum ríkjum NATO hefur einangrað okkur. Bjarni Benediktsson ber þunga ábyrgð.