Náttúran á sig

Punktar

Við erum dæmd til að gæta íslenzkrar náttúru, af því að hún er hér, en ekki í Eyjahafi. Íslenzk náttúra er ekki merkari en náttúra við Eyjahafið. En hún er öðru vísi. Landið, sem Kárahnjúkavirkjun spillir, var áður stærsta ósnortna víðerni í Evrópu. Eftir ellefu alda rányrkju á Íslandi er kominn tími til að fólk hætti að líta á það sem guðs gjöf og fari að líta á það sem sjálfs sín eiganda. Við erum bara sníkjudýr, laus við að vera sjálfbær. Breytt viðhorf til náttúrunnar er hvorki rómantík né fasismi. Það er raunsæi nýrrar aldar, sem vill ekki heimsenda.