Nauðungarsölum frestað

Punktar

Nauðungarsölum gengislána verður frestað, því að erfitt verður að afturkalla þær. Annað væri rugl. Ef Hæstiréttur staðfestir héraðsdóm, verður að hugsa upp á nýtt. Munu bankarnir þá verða að afhenda íbúðirnar gömlu eigendunum? Bezt er að leggja strax fram frumvarp um, hvað taki við af gengistryggingu, ef hún dæmist vera ólögleg. Hvaða tegund af vísitölu komi í stað gengisins. Annars lenda menn í steik í vor við dóm Hæstaréttar. Málið má alls ekki enda með, að ríkið þurfi enn og aftur að bjarga bönkunum á kostnað skattgreiðenda framtíðarinnar. Gylfi Magnússon bankaráðherra þarf að vakna af værum blundi.