Nefndum merkari lomber

Punktar

Merkara er að vera heimsmeistari í lomber en í skipun nefnda. Sigurvegari mótsins á Blönduósi verður merkari en heimsmeistari í nefndafargani. Lomber er hluti af þjóðmenningunni. Mótið 20. júlí er ágæt leið af mörgum til að efla sérstæð atriði í þjóðlífinu. Sá, sem telur nefndaskipun vera aðgerð, er hins vegar bara rugludallur og heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Lomber er spil frá 14. öld. Á Blönduósi er spilað að hætti heimamanna. Húnvetningar spila mikið lomber. Riðu fyrrum Arnarvatnsheiði á ís um vetur til að spila við vini í Borgarfirði. Heimsmeistaramótið er frábær viðbót við Húnavöku.