Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill, að vestræn ríki geri eins og Bandaríkin í kreppunni. Borgi út flottræfilsbankana og dragi ekki snillingana til ábyrgðar. Ríkin neita samt öll að leggja fram fé til að borga út gjaldþrota fyrirtæki. Telja, að kreppan sé bandarískur vandi. Eru líka kannski ekki eins sósíalistísk undir niðri og Bandaríkin. Vilja að minnsta kosti ekki þjóðnýta tapið. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir raunar þar á ofan, að refsa beri forstjórum fyrirtækjanna. Einn hefur þegar hafnað starfslokafé, Robert Willumstad, hjá AIG. Tap verður óvíða þjóðnýtt.