Neitar að mæta

Punktar

Panamisti Engeyinga neitar að koma fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til svara um földu skýrsluna um skattaskjól á aflandseyjum. Ber því við, að hann sé ekki lengur fjármála, heldur forsætis, eins og það skipti máli. Skýrslan um málið kom fram í haust, en var falin niðri í leyniskúffu hjá Bjarna Ben fram yfir kosningar og stjórnarmyndun. Nú vilja píratar og vinstri græn ræða ferlið, en Bjarni segir pass. Er þó sjálfsögð krafa, að ráðherra sinni lögbundnu hlutverki sínu fyrir þingmönnum og að þeir sinni eftirlitsskyldu sinni. En það mun lenda á frændanum í fjármálaráðuneytinu að svara fyrir hrokafullan formann bófaflokksins.