Blýantsnagarar í Ferrara vilja ekki viðurkenna, að Dalla Pria sé á lífi. Samkvæmt plöggum þeirra hefur hún verið dauð í aldarfjórðung. Hún er áttræð og þrjózk, vill ekki viðurkenna andlát sitt. Framvísar nafnskírteini á bæjarskrifstofum, en fær ekki sjúkraskírteini, því að hún er talin látin. Kontóristarnir taka vitnisburð hennar ekki gildan. Það er margt skrítið í opinberum rekstri á Ítalíu. Enda eru kontóristar pólitískt ráðin kvígildi, sem geta ekki unnið fyrir sér. Ekki er furða, að tekjur miðlungs Spánverja eru komnar upp fyrir miðlungs Ítala. Opinber rekstur hefur sligað Ítali.