Margir kvarta yfir vondum uppeldisáhrifum vegna áhuga á bardagaíþrótt Gunnars Nelson. Mikið kemur hann þó betur fyrir en þeir, sem fá mestan pening fyrir uppeldisáhrif. Til dæmis FH. Framkoma leikmanna og stuðningsmanna eftir tapið gegn Stjörnunni var stjórnlaus. En svona er fótboltinn, frekja og yfirgangur, fyllerí og garg. Þegar Gunnar tapar hins vegar, er hann yfirvegaður og þakkar andstæðingi sínum og dómara. Hann er margfalt betri fyrirmynd en FH. Það er þó bara eitt af þessum fótboltafélögum, sem tröllríða íslenzkri framkomu þessi ár. Stuðningur hins opinbera við uppeldi fólks á að fara í allt annað en boltann.