Katrín Oddsdóttir er ekki vel séð af hópi samnemenda hennar við Háskólann í Reykjavík. Þeir vilja, að fræg ræða Katrínar á útifundi á Austurvelli verði fjarlægð af heimasíðu skólans. Þeir vilja eins konar stafræna bókabrennu, samkvæmt orðalagi vefritsins Nei. Það orðalag fellur að hugsun nemendanna. Eru í hlutverki þeirra, sem fyrr á öldum vildu brenna bækur með óviðeigandi skoðunum. Katrín hafði hvatt til, að ríkisstjórnin yrði rekin frá völdum með afli götunnar. Mér finnst sú skoðun Katrínar frambærileg í núverandi stöðu. Og samnemendurnir eru einmitt í skólanum í boði fyrirtækja útrásarinnar.