Nepótismi fjölskyldu guðs

Punktar

Fjölskylda guðs á Íslandi er ætt Sigurbjörns Einarssonar, fyrrum biskups. Biskupsembættið gengur hér á landi í arf. Synir og tengdasynir ættarinnar hafa áratugum saman haft forgang að feitum embættum innan þjóðkirkjunnar og guðfræðideildar háskólans. Nepótismi ættarinnar er farinn að verða þjóðinni dýrkeyptur bókstaflega. Það kostar þjóðkirkjuna 42 milljónir króna að hafa tekið tengdasoninn Sigurð Arnarson fram yfir Sigríði Guðmarsdóttir sem prest í London. Sigríður stóð nær starfinu samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. En Sigurður sótti skyldmenna-spillinguna til fjölskyldu guðs á Íslandi.