Netmiðlar lúta lögum

Punktar

Fjölmiðlar og aðrir, sem gefa út netmiðla af ýmsu tagi, eiga að gefa bloggurum auðveldan kost á að birta eingöngu athugasemdir undir fullu nafni. Þar með væri ábyrgð vísað frá netþjónum, netmiðlum og viðurkenndum bloggurum yfir á hendur fólks, sem nú felur geðveiki sína undir nafnleysi. Það mundi sleppa athugasemdunum eða vanda þær betur. Hvort tveggja er góður kostur. Dómvenja hefur skapazt um, að lög um prentmiðla gilda um ljósvakamiðla og munu því einnig gilda um netmiðla, þótt á það hafi ekki reynt. Fyrir rest er prentarinn ábyrgur, það er að segja netþjónninn.