Ég er búinn að ferðast dálítið um nágrenni Lissabon. Hvar sem ég hef gist á hóteli, hef ég fengið aðgang að heitum reit, þráðlausu netsambandi. Alls staðar hefur aðgangurinn verið ókeypis, enda tilkostnaður enginn. Fortaleza Guincho var með annað kerfi, samkrull með Og Vodafone um að plokka gesti. Þar þurfti sambandið að fara um hendur símaokrara, sem tók stóran pening fyrir. Ef þið pantið pláss á erlendu hóteli, spyrjið endilega um þetta. Hvort þráðlaust netsamband sé ókeypis eða kosti formúu. Hafnið hótelum, sem hleypa að símaokri. Ýtið okrurunum þannig út af markaði hótelgistinga.