Samið hefur verið um netþjónabú Greenstone í Þorlákshöfn. Áður var búið að semja um netþjónabú Verne á Keflavíkurvelli. Eru smákallar í samanburði við Google og Microsoft, sem þurfa netþjónabú um heim allan. Semja má við miklu fleiri aðila. Netþjónabú þurfa mun minna rafmagn en álver. Veita miklu fleiri manns vinnu en álverin gera. Starfsmennirnir eru á mun hærra kaupi. Gott er að nota orkuna í svona viðskipti, sem eru hvanngræn í samanburði við álið. Ganga ekki eins hart að náttúrunni. Fyrirhugað álver í Helguvík mun hins vegar þurrka upp jarðhitalindir Reykjanesskaga á aðeins 40 árum.