New York Times ánægt með Ísland

Punktar

Leiðari New York Times segir í morgun, að Íslendingar hafi grætt á að neita að gera upp skuldir gömlu bankanna í útlöndum. Grætt á að borga aðeins innlendum fjármagnseigendum, en ekki erlendum. Það hafi að vísu kostað hrun krónunnar, en Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi bjargað landinu fyrir horn. Blikur séu á lofti, því að Bretland og Holland ætli að kæra Ísland fyrir dómstóli Evrópska efnahagssvæðisins. Samt séu aðstæður að batna á Íslandi, hagvöxtur verði 2,5% í ár og atvinnuleysi minnki. Lánshæfismat Íslands sé hærra en Írlands, Grikklands og Portúgals. Önnur ríki geti lært af þessu, að skattgreiðendur eigi ekki að borga.